Chelsea ætla ekki að spila í nýju treyjunni sem verður í notkun á næsta tímabili í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni eins og átti að vera. Þetta er gert til þess að róa ýmsa menn innan herbúða liðsins sem eru ansi hjátrúafullir.
Í FA bikarnum og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar hjá konunum spilaði félagið í nýju treyjunum.
Chelsea hefur tapað báðum leikjunum sem félagið hefur spilað í nýju treyjunum og eru menn innan félagsins hræddir um það að félagið tapi leiknum nema þeir verði í gömlu treyjunum.
Í úrslitaleiknum árið 2008 þá spilaði félagið í nýju treyjunum og tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Manchester United. En árið 2012 spilaði félagið í „gömlu“ treyjunum og unnu þann leik gegn Bayern Munchen. Þá spilaði Chelsea einnig í gömlu treyjunni þegar Chelsea sigraði Arsenal í Evrópudeildinni árið 2019.