Í gær fór fram leikur Villareal og Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Villareal hafði betur eftir magnaða vítaspyrnukeppni þar sem 22 vítaspyrnur voru teknar.
Alberto Moreno sem lék með Liverpool á árunum 2014-2019 er greinilega enn mikill stuðningsmaður klúbbsins. Þá virðist hann hafa haft gaman að því að sigra Manchester United. Þetta má sjá á myndbandi sem leikmaðurinn birti á samfélagsmiðlum.
Alberto Moreno is still a Red. pic.twitter.com/KTiURDfXPz
— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) May 27, 2021