Ekki er öruggt að markahæsti og einn besti leikmaður efstu deildar karla í sumar, Sævari Atli Magnússon muni á endanum ganga í raðir Breiðabliks.
Blikar tilkynntu um kaup sín á Sævari frá Leikni í mars og var þá greint frá því að Sævar Atli myndi ganga í raðir Breiðabliks í haust.
Samkvæmt heimildum 433.is er hins vegar ákvæði í samkomulagi Blika og Leiknis um að Leiknir geti selt Sævar Atla út í atvinnumennsku, komi tilboð frá erlendu liði geta Blikar ekki stoppað það.
Sævar sem er aðeins tvítugur hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum í sumar, fyrir átti hann einn leik í efstu deild sem kom árið 2015 með Leikni. Þá var Sævar aðeins fimmtán ára gamall
Ljóst er að erlend félög fylgjast með framgöngu Sævars og gæti svo farið að Leiknir selji hann á endanum út í hinn stóra heim frekar en til Breiðabliks.