fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Hilmar þarf að svara fyrir hrottaleg ofbeldisverk – Ákærður fyrir að rústa Devitos og stinga konu með eldhúshníf

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 20:00

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Hilmar Þór Hilmarsson fyrir röð ofbeldisverka, fíkniefnalagabrota, umferðarlagabrota og brot í nánu sambandi. Hilmar er fæddur árið 1981 og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn þann 21. janúar síðastliðinn.

Elstu brotin voru framin í apríl árið 2018 en þau nýjustu í janúar á þessu ári. Hilmar hefur áður hlotið dóma fyrir ofbeldisverk og sat inni á Litla Hrauni um tíma vegna þeirra. Samkvæmt heimildum DV bjó Hilmar um skeið í Noregi.

Fyrsta apríl 2018 er Hilmar sagður hafa ráðist að einstaklingi í lyftu í Reykjavík. Hlaut fórnarlamb árásarinnar brot í fjölda andlitsbeina, blæðingu í kinnholur og rifbrot. Sumarið 2020 er hann svo sagður hafa haft 26 grömm af spítti í frystihólfi heima hjá sér sem lögregla fann í leit á heimili hans.

Viku síðar er Hilmar sagður hafa slegið stól í konu sem varði sig með öðrum stól á pizzustaðnum Devitos við Hlemm í Reykjavík. Báðir stólarnir skemmdust í árásinni. Konan flúði út af veitingastaðnum undan árás Hilmars og hélt hurðinni lokaðri á meðan Hilmar reyndi að elta hana út. Hilmar er þá sagður hafa kastað tveimur vatnskönnum í hurðina og skemmt þannig læsingu hurðarinnar og handföng, auk þess sem könnurnar brotnuðu báðar. Á sama tíma og Hilmar reyndi að komast að konunni sem hann er sagður hafa reynt að slá til með stólnum skallaði Hilmar annan mann og kýldi í nokkur skipti í andlit með krepptum hnefa, eins og það er orðað í ákæru lögreglunnar.

Hilmar er fyrir þetta ákærður fyrir líkamsárás sem og skemmdarverk.

Um hálfum mánuði eftir átökin á Devitos er Hilmar sagður hafa ráðist á konu utandyra í Reykjavík. Segir í ákærunni að hann hafi hrint konunni og sparkað í líkama hennar er hún lá.

Hilmar er enn fremur sagður hafa í tvígang stjórnað bifreið með mikið magn amfetamíns og annarra vímuefna í blóðinu. Í báðum tilfellum reyndist Hilmar hafa amfetamín á sér sem fannst við leit lögreglu, að því er segir í ákærunni.

Loks er Hilmar ákærður fyrir hættulega árás á sambýliskonu sína á heimili þeirra í Reykjavík. Segir í ákærunni að Hilmar hafi í maí í fyrra ráðist á konuna og rekið hné í síðu hennar og þannig brotið rif konunnar. Konan þurfti að leggjast inn á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans í þrjá daga vegna áverkanna.

Í janúar á þessu ári er maðurinn sagður hafa haldið konunni nauðugri á heimili þeirra í fjóra daga. Auk þess meinaði maðurinn konunni með nauðung að víkja sér frá honum þegar þau fóru út úr íbúðinni, meðal annars í verslunarmiðstöð og á veitingastað í borginni.

Þá er hann sagður hafa haldið konunni nauðugri á heimili þeirra og beitt hana grimmilegu ofbeldi, meðal annars með því að slá hana ítrekað víðs vegar um líkamann og í höfuðið með krepptum hnefa, stungið hana í nokkur skipti með eldhúshníf í upphandleggi hennar og loks lamið hana með þungri járnkylfu. Konan hlaut mar og opin sár víða um líkamann auk nefbeinsbrots og fjölmargra yfirborðsáverka.

Þá er hann loks ákærður fyrir að hafa ítrekað hótað henni líkamsmeiðingum, móðgað hana og smánað með ógnandi framferði.

Þrjú fórnarlömb meintra árása Hilmars gera kröfu um samtals 7,2 milljónir í bætur úr hans hendi auk sjúkrakostnaðar og kostnað sem fellur til vegna dómsmálsins. Saksóknari krefst þess að Hilmar verði dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir árásina og að hann greiði sakarkostnað.

Ljóst er að mál lögreglunnar gegn Hilmari er mjög umfangsmikið, en gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í málinu taki tvo daga. Hún fer fram 7. og 8. júní næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið hefur þegar verið þingfest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið