Leicester City gæti boðið Ozan Kabak varnarmanni Schalke aftur leið til Englands í sumar en hann var á láni hjá Liverpool í vetur.
Kabak kom á láni til Liverpool en varnarmaðurinn frá Tyrklandi fann ekki taktinn og ákvað Jurgen Klopp ekki að kaupa hann.
Ibrahima Konate kemur til Liverpool frá RB Leipzig og því er ekki þörf hjá Liverpool að kaupa Kabak.
Kabak er 21 árs og gæti átt framtíð fyrir sér í enska boltanum og hefur Brendan Rodgers áhuga á að kaupa hann.
Leicester hefur áhuga á að bæta við varnarmanni en tvö ár í röð hefur liðið verið hársbreidd frá sæti í Meistaradeildinni.