fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hér eru mestu líkurnar á að alvarlega veikir COVID-19 sjúklingar deyi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 15:00

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef maður er alvarlega veikur af COVID-19 eru verstu löndin til að vera í, í Afríku. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um nýja rannsókn sem hefur verið birt í hinu viðurkennda læknariti The Lancet.

„Dánartíðnin er miklu hærri í Afríku en annars staðar í heiminum vegna skorts á nauðsynjum,“ er haft eftir Bruce Biccard, prófessor við háskólann í Cape Town í Suður-Afríku. Hann sagði einnig að í raun fái aðeins annar hver COVID-19 sjúklingur, sem hefur þörf fyrir gjörgæslumeðferð, í Afríku nauðsynlega meðferð.

Í rannsókninni, sem er byggð á 3.000 COVID-19 sjúklingum í 10 Afríkuríkjum, kemur fram að þetta snúist um skort á nauðsynjum. Það vantar mikilvægan tækjabúnað og einnig vantar sérhæft starfsfólk. Í sumum tilfellum var nauðsynlegur tækjabúnaður til staðar en var ekki notaður.

Biccard sagði að rannsóknin sýni þörfina fyrir að skipta bóluefnum gegn veirunni jafnar á milli ríkja heims. Þar sem fátæku ríkin hafi litla möguleika á að meðhöndla sjúklinga sé rétt að beina áherslunni að bóluefnum til að koma í veg fyrir alvarlega faraldra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið