fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Kolbrún segir skæruliðadeild Samherja hafa unnið af ákafa og ástríðu – Samherjaráðherrann fór verst út úr málinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 09:10

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svonefnd skæruliðadeild Samherja hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Þessi umrædda deild er umfjöllunarefni Kolbrúnar Bergþórsdóttur í pistli í Fréttablaðinu í dag en hann ber fyrirsögnina „Skæruliðadeildin“. Kolbrún segir að deildin hafi unnið af ákafa og ástríðu við að grafa undan þeim sem hafa vakið athygli á hugsanlegum brotum fyrirtækisins.

„Markmiðið er ekki einungis að gera þessa einstaklinga marklausa, heldur er einnig reynt að lama sjálfstraust þeirra og jafnvel vekja hjá þeim ótta og kvíða. Furðuleg myndbönd sem beinst hafa gegn fréttamanninum Helga Seljan eru dæmi um þetta. Þar verður ekki annað séð en að um beinar ofsóknir sé að ræða. Þótt skæruliðadeildin hafi í störfum sínum haft að meginreglu að tilgangurinn helgi meðalið þá hefur hún ekki náð þeim árangri sem vonir hennar hafa eflaust staðið til. Helgi Seljan hefur aldrei notið meiri virðingar sem fréttamaður en einmitt nú,“ segir Kolbrún og víkur því næst að Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra.

„Sá einstaklingur sem verst hefur farið út úr þessum dómsdagslátum Samherjamanna er einn af þeirra eigin mönnum. Samherjaráðherrann Kristján Þór Júlíusson hrökklast nú úr stjórnmálum, gjörsamlega rúinn trausti, einfaldlega vegna þess að almenningur hefur sett samasemmerki milli hans og hins illa þokkaða fyrirtækis Samherja. Vissulega dapurlegur endir á stjórnmálaferli, en sennilega óhjákvæmilegur,“ segir hún.

Hún segir að svo virðist sem skæruliðadeildin hafi unnið af ákafa en virðist jafnframt hafa vikið frá sér öllum hugsunum um hvað sé siðlegt, rétt og sanngjarnt. Það segir Kolbrún ekki vera góða leið til að lifa lífinu og skipti þá engu þótt há laun bíði manns um hver mánaðamót. „Sumt er einfaldlega siðlaust og engin laun, hversu há sem þau eru, fá því breytt,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“