Meðfylgjandi mynd birti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á Facebook-síðu sinni í gær en myndin sýnir brunatjón sem varð í íbúð eftir að kviknaði út frá kerti. Eldur getur breyst hratt út og mikilvægt er að muna eftir að slökkva á kertum.
Slökkviliðið greindi í gær frá verkefnum undanfarið og brýndi fyrir almenningi að hafa reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi til taks á heimilum, en færslan er svohljóðandi:
Góðan dag.
SHS var boðað í tvö F1 útköll með skömmum tíma í gærkvöldi. Í fyrra skiptið er talið að kviknað hafi í út frá kerti og varð mikið tjón á þeim stað, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Í hinu tilvikinu kviknaði í potti á eldavél. Ungur húsráðandi þar brást hárrétt við og slökkti eldinn með eldvarnarteppi.
Gríðalega mikilvægt er að almenningur hafi reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi heima hjá sér og kunni að nota eldvarnarbúnaðinn rétt.
Í viðbót við þessi verkefni voru svo 91 sjúkraflutningar, þar af 32 forgangsflutningar og 7 Covid flutningar.
Einnig voru 2 önnur minniháttar útköll á slökkvibíla SHS.
Farið varlega.