Hið minnsta fimm leikmenn í eigu Liverpool eru til sölu í sumar og mun Jurgen Klopp stjóri félagsins hafa gefið grænt ljós á að leikmennirnir verði til sölu. Goal í Bretlandi fjallar um málið.
Liverpool er að kaupa Ibrahima Konate frá RB Leipzig en félagið horfir til þess að styrkja liðið enn frekar eftir misheppnaða titilvörn.
Í fréttum kemur fram að Divock Origi framherji félagsins sé til sölu og fjöldi félaga hafi áhuga á framherjanum frá Belgíu.
Marko Grujic sem flakkað hefur um á láni og aldrei spilað fyrir aðallið Liverpool er einnig til sölu. Grujic var á láni hjá Porto í ár en fékk ekki mörg tækifæri.
Harry Wilson sem var á láni hjá Cardiff er til sölu en hann er 24 ára kantmaður, Burnley reyndi að kaupa hann síðasta haust en án árangurs.
Loris Karius sem hefur verið á láni í tvö ár verður til sölu og eru allar líkur á því að hann yfirgefi Liverpool formlega í sumar.
Taiwo Awoniyi framherji frá Nígeríu sem Liverpool fékk árið 2015 verður einnig til sölu, hann hefur farið víða á láni en getur loks fengið atvinnuleyfi á Englandi. Þessi 23 ára framherji er sagður á óskalista Fulham, Stoke og West Brom.
Óvíst er svo hvað verður um Takumi Minamino og Xerdan Shaqiri en báðir hafa fengið fá tækifæri hjá Jurgen KLopp.