Þjófnaður á síma Páls Steingrímssonar er til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Gögnum úr símanum var lekið til Kjarnans og Stundarinnar sem hafa birt greinar úr þeim á seinustu dögum.
DV sendi fyrirspurn á lögregluna á Norðurlandi eystra vegna málsins en henni var ekki svarað og birtu Facebook-færslu í staðinn.
Páll lá í öndunarvél þegar símanum var stolið en hann hafði verið fluttur með sjúkraflugi frá Akureyri til Reykjavíkur. Páll hefur skrifað marga pistla þar sem hann lofar Samherja en hann starfar sem skipstjóri þar.