fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Knattspyrnukempa fékk ekki að byggja fjölbýlishús í Kópavogi

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 20:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Kópavogsbæjar staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs bæjarins um að hafna umsókn félagsins Álfhólsvegur 29 ehf. um byggingarleyfi fyrir sex íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum á samnefndri lóð. Húsið átti að vera rúmlega 700 fermetrar að heildarflatarmáli.

Eigandi fyrirtækisins er knattspyrnukempan Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem gerði garðinn frægan með KR, Stjörnunni og fleiri liðum.

Grétar Sigfinnur á góðri stund

Í umsókninni um byggingarleyfið kom fram að einbýlishús sem stæði á lóðinni yrði rifið. Félag Grétars Sigfinns festi kaup á umræddu húsi, sem er 126,4 fermetrar að stærð, um miðjan febrúar á þessu ári og var kaupverðið 64,5 milljónir króna. Skömmu síðar var umsókn um áðurnefndar fyrirætlanir komnar inn á borð bæjaryfirvalda.

Ef af framkvæmdunum hefði orðið hefði byggingarhlutfall lóðarinnar farið úr 0,12 og upp í 0,67.  Ekki kom fram í fundargerðum bæjaryfirvalda hver ástæðan fyrir höfnuninni var.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“