fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Berlusconi sem ásjóna hófsemdar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. mars 2018 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástandið á Ítalíu er orðið býsna skrítið þegar Silvio Berlusconi er orðinn fulltrúi hófsemdar.  Hann hefur undanfarið talað um sjálfan sig sem fulltrúa moderati. Og það er svo að norðar í Evrópu treysta menn hinum margreynda Berlusconi mun betur en Fimm stjörnu hreyfingu Beppes Grillo sem er sigurvegari kosninganna eða Lega Nord hreyfingunni.

Flokkur Grillos veit reyndar voða lítið hvað hann vill, er aðallega á móti, hleypur úr einu í annað, en Norðurbandalagið hefur  mjög harða innflytjendastefnu – og er reyndar líka lítt um Suður-Ítalíu gefið. Matteo Salvini, formaður flokksins, er mikill aðdáandi Pútíns Rússlandsforseta. Innflytjendamál hafa verið efst á baugi í kosningunum, enda hefur Ítalía ásamt Grikklandi borið þyngstar borið þyngstar byrðar vegna hins mikla flóttamannastraums undanfarin ár. Reiðin er mikil vegna þessa og í kosningunum var rætt um að reka burt mikinn fjölda ólöglegra innflytjenda.

Úrslitin eru ekkert sérlega góðar fréttir fyrir Evrópusambandið. Reyndar eru litlar líkur á að Ítalía gangi úr evrunni, hvað þá ESB. Það verður líklega sett saman á endanum einhver samsteypustjórn, jafnvel stjórn tæknikrata, sem  breytir ekki ýkja miklu. Það er ítalska leiðin.

Meðal flokkanna sem sigruðu í kosningunum er samt mikil óánægja með Evrópusambandið – Lýðræðisbandalag fyrrum gulldrengsins Matteos Renzi tapaði stórt. Langvinn efnahagsleg stöðnun hefur verið á Ítalíu. Sumpart hafa menn kennt stjórnarfari á tíma Berlusconis um, en evran leikur líka stóran þátt. Á sínum tíma hefðu Ítalir getað fellt gjaldmiðilinn, líruna, til að mæta efnahagsörðugleikum, en nú eru þeir skuldugri en Grikkir voru við upphaf kreppunnar þar í landi. Ítalía fellur hins vegar ekki eins og Grikkland, hún er of stór til þess að það fái að gerast.

En hinn valkosturinn er aðhaldsstefna og háir skattar. Það er ekki auðvelt í landi þar sem jafn lítill agi er í  hagstjórninni á Ítalíu. Líkt og í Grikklandi hefur fátækt aukist.  Örlítill hagvöxtur hefur verið á Ítalíu undanfarið, en ekkert í líkingu við það sem er norðar í álfunni og það sem af er öldinni hefur hagkerfið skroppið saman. Enginn raunverulegur bati er í sjónmáli – óánægðir kjósendur flýja á vit pópulistaflokka en þeir hafa engin raunveruleg svör.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni