fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Mikið magn amfetamíns í tösku Íslendings á heimleið frá Barcelona

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 11:15

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

59 ára gamall karlmaður búsettur á Íslandi hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa flutt inn 1.560 ml af amfetamínvökva, eða amfetamínbasa sem sagt er hafa verið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Efnin dulbjó maðurinn sem vín í vínflösku og faldi í farangri sínum sem hann innritaði í flugvél flugfélagsins Norwegian sem flaug með manninn frá Barcelona til Keflavíkur. Á Keflavíkurflugvelli fundu tollverðir efnin við leit í farangri mannsins.

Úr amfetamínbasa er amfetamínnítrat unnið, en það er amfetamín í duft formi sem selt er á götum úti. Undanfarna mánuði hafa fallið þungir dómar yfir mönnum sem staðnir hafa verið að verki við að breyta amfetamínbasa í amfetamínduft og þá fyrir amfetamínframleiðslu. Oftar en ekki eru það erlend nöfn sem tengjast þeim málum og hefur það vakið upp spurningar um hvort erlendir glæpahringir séu búnir að ná fullum tökum á innlendum spíttmarkaði.

Um það hefur svo verið tekist hvort það teljist framleiðsla, að breyta amfetamíni í amfetamín. Samkvæmt nýjustu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur telst svo vera, en þeirri niðurstöðu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Héraðssaksóknari sækir málið og gerir saksóknari embættisins kröfu um að maðurinn verði gert að sæta refsingu og greiða allan sakarkostnað sem af málinu hlýst. Þá er upptöku amfetamínbasans krafist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít