fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Grunaðir um framleiðslu á 249 milljónum sígaretta – Sviku danska ríkið um 9 milljarða

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 23:00

Óbeinar reykingar eru skaðlegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun mars lét danska lögreglan til skara skríða gegn glæpahópi sem hélt til á gömlum bóndabæ í Vamdrup nærri Kolding á Jótlandi. Búið var að breyta bænum í sígarettuverksmiðju. Í henni fann lögreglan fullkominn tækjabúnað til framleiðslu á sígarettum og um 11 milljónir sígaretta sem höfðu verið framleiddar þar. Engin leyfi voru fyrir þessari framleiðslu.

61 árs Pólverji, sem á bæinn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum og lýst eftir honum á alþjóðavettvangi. Hann hefur nú verið handtekinn og framseldur til Danmerkur þar sem hann situr í gæsluvarðhaldi. Jydske Vestkysten skýrir frá þessu.

Alls eru 14 karlar, á aldrinum 32 til 70 ára, í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Þeir eru grunaðir um að hafa framleitt tæplega 249 milljónir sígarettna, hið minnsta, frá því í mars 2020 fram til 2. mars 2021.

Það var með samvinnu lögreglunnar á Jótlandi, Evrópulögreglunnar Europol, skattyfirvalda og tollyfirvalda sem verksmiðjan fannst.

Jydske Vestkysten segir að danska ríkið hafi orðið af 453 milljónum danskra króna, sem jafngildir um 9 milljörðum íslenskra, króna vegna framleiðslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið