fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þrír í haldi eftir kláfslysið á Ítalíu – „Vísvitandi verknaður“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 06:22

Frá vettvangi á sunnudaginn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn létust 14 í kláfslysi í Piemonte á Ítalíu. Fimm ára drengur lifið slysið af. Nú hafa þrír verið handteknir vegna málsins.

Ansa fréttastofan skýrði frá því í morgun að þrír hafi verið handteknir. Það eru forstjóri fyrirtækisins, sem rekur kláfinn, verkfræðingur hjá fyrirtækinu og daglegur stjórnandi. Hinir handteknu eru grunaðir um „vísvitandi verknað“ að sögn saksóknara.  Kláfar fyrirtækisins fara frá bænum Stresa upp á topp Mottarone fjallsins sem er um 1.500 metrar á hæð.

Olimpia Bossi, saksóknari í Verbania segir að hinir handteknu hafi meðvitað átt við öryggiskerfi kláfsins til að koma í veg fyrir seinkanir. Hún segir að til að koma í veg fyrir seinkanir hafi verið settur upp búnaður sem gerði neyðarhemla óvirka en það þýðir að ef vír slitnar þá er ekki hægt að nota neyðarhemla.

Þremenningarnir eru grunaðir um manndráp af gáleysi, að hafa valdið stórslysi og að hafa fjarlægt búnað sem hefði getað komið í veg fyrir manntjón. Saksóknaraembættið hefur lagt hald á upptökur úr eftirlitsmyndavélum vegna rannsóknar málsins. Á þeim sést að sögn að þegar kláfurinn nálgaðist endastöð slitnaði einn vír og þá hrapaði kláfurinn. Margir farþeganna hröpuðu þá út úr honum.

Sá eini sem lifði af var fimm ára drengur en foreldrar hans og yngri systkini létust í slysinu. Talið er að það hafi orðið drengnum til bjargar að faðir hans hafi haldið honum þéttingsfast í fangi sér en faðirinn var sterklega byggður og telja læknar að hann hafi bjargað lífi sonarins með faðmlaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti