Tottenham heldur áfram í viðræðum við Roberto Martinez þjálfara Belgíu um að taka við þjálfun liðsins í sumar. Tottenham vantar stjóra.
Jose Mourinho var rekinn í apríl en Ryan Mason tók við þjálfun liðsins út tímabilið en heldur ekki áfram.
Mauricio Pochettino sem var rekinn frá Tottenham árið 2019 hefur einnig verið orðaður við stöðuna, það er talið ólíklegt.
Martinez hefur góða reynslu úr enskum fótbolta. Samkvæmt frétt Sky Sports eru Graham Potter hjá Brighton og Ralf Rangnick fyrrum stjóri RB Leipzig eru einnig í samtalinu.
Martinez var áður þjálfari Wigan og Everton en Arsenal reyndi að fá hann árið 2019 áður en Mikel Arteta tók við.