fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Þórdís er búin að fá nóg af þögn góðu strákanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 14:30

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynferðisofbeldi, er búin að fá sig fullsadda af þögn karla um kynferðisofbeldi. Í áhrifamiklum pistli á Stundinni skorar hún á karla að rjúfa þögnina og ákall hennar er þungt. Hún segist vera búin að fá nóg af því að messa fyrir kórinn og tími sé kominn til að karlar verði hluti af lausninni.

Þórdís bendir á að það sjáist ekki utan á mönnum hver sé líklegur til að nauðga og þar með liggi allir undir grun. Hún segir í upphafi pistilsins:

„Jæja strákar, nú verður mögulega vond stemmning því ég ætla að ávarpa ykkur sem hóp, en það verður ekki hjá því komist. Málið er nefnilega að þótt bara sumir ykkar nauðgi, áreiti og berji, þá sést það ekki utan á ykkur hver er líklegur til þess. Fyrir konur og kynsegin fólk sem lifir í ótta við að verða fyrir slíku ofbeldi liggið þið allir undir grun, með ömurlegum afleiðingum fyrir okkur öll.“

Hátt í hundrað svör frá konum – ekkert frá karli

Þórdís segir ótta kvenna og kynsegin fólks við ofbeldi endurspeglast í viðbrögðum við svörum sem birtust við opinni Facebook-færslu þar sem fólk var spurt hvað það hefði gert til að koma í veg fyrir að verða nauðgað. Hún segir að hátt í hundrað svör hafi borist frá konum en ekki eitt einasta frá karlmanni. Meðal svara kvennanna voru eftirfarandi: Treysta engum – Vera ekki ein á ferli eftir myrkur – Hringja í kærasta eða vin ef ég er að ganga úti að kvöldlagi – Skilja aldrei við mig glas á skemmtistað – Fara aldrei ein á klósettið á skemmtistað – Brosa ekki til ókunnugra karlmanna – Setjast aldrei inn í bílinn minn án þess að tryggja að hann sé mannlaus – Ganga um með piparúða – Ganga ekki nálægt húsasundum.

Yngsti þolandinn með líkamlega áverka var þriggja vikna gamall

Þórdís gerir stuttlega grein fyrir starfi sínu með þolendum ofbeldis, það er áhrifamikil lesning. Samkvæmt hennar upplýsingum verður yfirgnæfandi meirihluti kvenna í öllum löndum fyrir kynferðislegu áreiti:

„Ég hef unnið í athvarfi þar sem yngsti þolandinn með líkamlega áverka var þriggja vikna gamall, og yngsti mansalsþolandinn var fimm ára. Ég hef skrifað bækur og stuttmyndir um kynferðisofbeldi, hrint úr vör innlendum sem alþjóðlegum átaksverkefnum og setið í nefndum á vegum ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við þeirri þjáningu og skaða sem ofbeldi karla veldur. Í Bretlandi sýna nýjustu skoðanakannanir að 97% kvenna hafi verið kynferðislega áreittar. Í Egyptalandi er sú tala 99%. Þessi samfélög eru að öðru leyti eins ólík og hægt er að ímynda sér, í fljótu bragði er það eina sem þau eiga sameiginlegt að kynbræður þínir hafa áreitt næstum hverja einustu núlifandi konu í landinu. Nýverið hófst það sem kallað hefur verið „önnur metoo bylgja“ Íslands (og myllumerkið #góðustrákarnir ruddi sér til rúms), en fyrir okkur sem vinnum gegn ofbeldi kemur það ekki í bylgjum, því er beitt jafnt og þétt, í hverju einasta landi heims, á hverjum einasta degi.“

Þögn karla orðin óbærileg

Þórdís segist hafa tekið þátt í yfir hundrað ráðstefnum um hvernig draga megi úr ofbeldi karla. Þátttakendurnir séu eingöngu konur, einu karlarnir á svæðinu séu ávallt tæknimenn eða stöku stjórnmálamaður, ávallt menn sem fá borgað fyrir að mæta. Hún bendir á að konur séu að gera sitt allra besta til að forðast ofbeldi karla en karlar séu ekki að leggja neitt af mörkum til að vinna gegn ofbeldinu. Hún bendir á hvernig karlar eiga að leggja sitt af mörkum í þessari baráttu:

„En lausnin er nákvæmlega sú að ÞIÐ breytið hegðun ykkar, í stað kvenna. ÞIÐ þurfið að grípa til ráðstafana sem lita hversdagslíf YKKAR. Stattu upp. Taktu afstöðu gegn búningsklefatali félaganna. Taktu samtalið við vin þinn, þennan sem verður svo „slæmur með víni“, um að hegðun hans sé óásættanleg. Kæfðu kvenfyrirlitningarbrandara í fæðingu, skakkaðu leikinn þegar verið er að áreita konur á götum úti eða inni á skemmtistöðum, taktu afstöðu gegn ofbeldisklámi, skoraðu á hólm karlmennskuhugmyndir sem byggja á því að upphefja sig á kostnað annarra, styddu Kvennaathvarfið og Stígamót, mættu á ráðstefnurnar, lestu og deildu pistlunum sem fjalla um vandamálið, hlustaðu þegar konur lýsa veruleika sínum, sýndu stuðning þinn í verki fyrir jafnrétti kynjanna, ekki bara í launum og lögum, heldur líka í þeim sjálfsagða rétti að geta lifað lífinu án stöðugs ótta við ofbeldi.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít