fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Segir að „saklaus uns sekt er sönnuð“ sé eitruð hugmyndafræði í mannlegu samfélagi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 25. maí 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Árið 2016 varð ég fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Ég var einn, þeir voru fleiri og sá sem réðst á mig var greinilega í vígahug því ég þurfti ekki nema að „vera fyrir“ til að vinna mér inn högg og spörk,“ svona hefst pistill sem Sindri Þór Hilmars- og Sigríðarson, viðskiptafræðingur, markaðsstjóri og baráttumaður gegn kynferðisofbeldi skrifar og birtist hjá Stundinni.

Í pistlinum greinir Sindri frá líkamsárás sem hann varð fyrir sem hann kærði en málið var fellt niður. Tengir hann sögu sína við raunveruleika þeirra sem kæra kynferðisbrot á Íslandi og þeirri tilhneigingu almennings til að trúa ekki þolendum kynferðisbrota.

Enginn vafi um að á hann hafi verið ráðist

„Það er skemmst frá því að segja að ég tapaði þeim slagsmálum. Ég var blár og marinn en blessunarlega óbrotinn og gekk frá öllu saman með sært egóið undir vængnum.“

Sindri ákvað að kæra árásina. Árásarmaðurinn var yfirheyrður hjá lögreglu en neitaði sök og félagar hans studdu þann vitnisburð. Vegna skorts á öðrum sönnunargögnum gat lögregla ekki haldið rannsókn áfram og tilkynntu Sindra það símleiðis.

„En þá spyr ég þig, lesandi góður: Þegar símtalinu lauk og ég fékk að vita að ekki yrði aðhafst frekar í málinu, hafði ég þá ekki lengur verið laminn? Hafði ofbeldið sem ég varð fyrir gufað upp fyrir tilstilli réttarríkisins? Að sjálfsögðu ekki og það sem meira er þá hefur enginn sem ég hef sagt þessa sögu verið í nokkrum einasta vafa um að á mig hafi verið ráðist.“

Þolendum kynferðisofbeldis er ekki trúað

Sindri veltir fyrir sér hvers vegna fólk trúir þolendum líkamsárása en efist að jafnaði um frásagnir þolenda kynferðisofbeldis.

„Þegar þolendur greina frá kynferðisofbeldi sem þau hafa orðið fyrir eru tvenns konar viðbrögð ávallt framarlega í umræðunni. Annars vegar er það frasinn „Saklaus uns sekt er sönnuð“, gjarnan með vísan í það réttarríki sem við búum í.

Hins vegar eru það óumflýjanlega ásakanir um lygar, að þolendur séu að segja ósatt, gjarnan viljandi, og séu þannig sek um rangar sakargiftir. Hið síðarnefnda heyrist gjarnan frá gerendum og stuðningshópi þeirra. En á hve traustum grunni standa þessi tvö viðbrögð?“

Litlar líkur á röngum sakargiftum

Sindri bendir á tölulegar upplýsingar máli sínu til stuðnings. Aðeins um 10 prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta árið 2017 kærðu brotin til lögreglu. 144 tilkynningar um nauðganir bárust lögreglu það ár og af þeim féllu 78 niður í meðförum lögreglu en 66 voru send áfram til saksóknar. 45 til viðbótar voru felld niður hjá saksóknara og aðeins 15 ákærur voru gefnar út og af þeim 15 var sakfelld í 7 málum. 5 leiddu til sýknu en niðurstaða hinna þriggja er óljós eða liggur ekki fyrir.

„Með hliðsjón af tölfræði Stígamóta má leiða að því líkum að um 1.440 nauðganir hafi átt sér stað á Íslandi yfir árið 2017 en við sjáum aðeins 7 sakfellingar. Getur verið að það sé ekkert hæft í hinum 1.433 tilfellunum? “

Samkvæmt erlendum rannsóknum sé tíðni rangra sakargifta í kynferðismálum gjarnan talin um 5 prósent, svipað og í öðrum brotaflokkum. Fjórum sinnum líklegra sé að verða fyrir röngum sakargiftum í umferðarbrotamálum en kynferðisbrotamálum.

Hvers vegna trúum við gerendum frekar en þolendum?

Sindri segir að af einhverjum ástæðum séu kynferðisbrotamál föst í orðræðu sem þekkist ekki í öðrum brotaflokkum.

„Einstaklingar sem kæra innbrot eru sjaldnast sökuð um að ljúga innbrotinu fyrir athygli eða hafa í raun viljað fá innbrotsþjófinn inn til sín. Einstaklingar sem kæra líkamsárás eru sjaldan vændir um að hafa í raun viljað slagsmálin en séð svo eftir því. Af einhverjum ástæðum hefur stór hluti samfélagsins tekið kynferðisbrot út fyrir sviga og kosið að trúa heldur gerendum en þolendum og líta á alla vangetu dómstóla til að klára málin sem fullkominn hvítþvott gerenda.“

Verðum að opna augun

Sindri bendur á að tölfræðilega séu yfirgnæfandi líkur á að einstaklingur sem leiti sér aðstoðar vegna kynferðisofbeldis hafi í raun og sann upplifað slíkt ofbeldi. Eins séu yfirgnæfandi líkur á að einstaklingur sem kærir kynferðisofbeldi sé í raun og veru þolandi þess.

„Sem skynsemisverur verðum við því að opna augun, taka betur á móti þolendum og breyta orðræðunni. Trúum fólki sem segist hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi því þar liggur ekki einungis manngæskan heldur einnig líkurnar. Að trúa þeim ekki býr til eitrað samfélag þar sem sárir fá ekki bót meina sinna, þar sem alið er á sundrung, og þar sem gerendur fá skjól til að halda brotum sínum áfram. „Saklaus uns sekt er sönnuð“ kann að vera góð vinnuregla fyrir dómara en í mannlegu samfélagi er það eitruð hugmyndafræði.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít