Thomas Partey leikmaður Arsenal er í klípu eftir að hafa brotið COVID reglur í Bretlandi um helgina, hann skellti sér í gleðskap á næturklúbb sem er með öllu bannað.
Þessi 27 ára gamli leikmaður frá Ghana kom til Arsenal síðasta sumar fyrir 8 milljarða, hann var mikið meiddur á sínu fyrsta tímabili og stóð ekki undir væntingum.
Partey skellti sér á næturklúbb í Lundúnum en fyrirsætan Wiktoria Kowalczyk birti myndband af þessu. Þar mátti sjá fjöldan allan af fólki og kampavíns flöskurnar komu á færibandi. Hún kom því upp um Partey.
Ekki mega fleiri en 15 manns koma saman og þeir sem brjóta þær reglur fæ 800 pund í sekt, sá sem skipuleggur gleðskap fær svo tæpar 2 milljónir íslenskra króna í sekt.
Stuðningsmenn Arsenal eru vonsviknir með hegðun Partey enda ljóst að liðið er í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár ekki á leið í Evrópukeppni. Partey fagnaði því með góðu partýi eftir að enska deildin kláraðist á sunnudag.