fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Hjón myrtu son sinn, dóttur og tengdason

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðastu tíu árum myrtu írönsk hjón son sinn, dóttur og tengdason að því að talið er. Hjónin, sem eru 81 árs og 74 ára, voru nýlega handtekin grunuð um að hafa myrt 47 ára son sinn.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að hjónin séu grunuð um að hafa gefið syni sínum róandi lyf, síðan drepið hann og hlutað lík hans í sundur. Eftir handtökuna játuðu þau að hafa drepið dóttur sína fyrir þremur árum og að hafa hlutað lík hennar í sundur. Sömu sögu er að segja af tengdasyni þeirra en hann myrtu þau fyrir 10 árum.

Málið hefur vakið mikla athygli í Íran og sagði eitt dagblað í fyrirsögn: „Samfélagið er í áfalli.“ Málið hefur vakið upp heitar umræður um réttarvörslukerfið í landinu. Fyrir morð er refsingin yfirleitt dauðadómur en það ákvæði á ekki við þegar foreldrar myrða börn sína. Við því liggur að hámarki tíu ára fangelsisdómur að sögn The Guardian. Hjónin gætu þó fengið dauðadóm ef þau verð fundin sek um að hafa myrt tengdason sinn.

Hjónin eru sögð hafa myrt tengdasoninn af því að hann var ofbeldishneigður. Dótturina myrtu þau af því að hún var háð fíkniefnum en sonurinn vann sér það til saka, að þeirra mati, að eiga í ástarsamböndum við sér yngri konur.

„Ég sé ekki eftir því sem ég gerði ásamt eiginkonu minni. Þau voru ónýt og ég þakka guði,“ sagði faðir þeirra um morðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið