fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Sérþjálfaðir hundar geta fundið COVID-19 í 94% tilfella

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 19:14

Hundur í þjálfun til að finna COVID-19 sýkt fólk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar, sem hafa verið þjálfaðir til að finna lyktina sem fylgir COVID-19, geta fundið smitað fólk í 95% tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Það voru vísindamenn hjá London School of Hygiene & Tropical Medicine og Durham University sem gerðu rannsóknina í samstarfi við góðgerðasamtökin Medical Detection Dogs. 3.500 lyktarsýni, sem almenningur og heilbrigðisstarfsfólk hafði gefið, voru notuð við rannsóknina.

Hundarnir fundu þau sýni, sem voru frá fólki sem var með COVID-19, í 94,3% tilfella. Lítil hætta var á að þeir gerðu mistök.

Sex hundar tóku þátt í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem hvorki þeir né vísindamennirnir vissu hvaða lyktarsýni voru frá smituðu fólki. Hundarnir reyndust geta greint þau sýni rétt sem voru úr fólki sem var einkennalaust og fólki með einkenni sjúkdómsins. Þetta átti bæði við um sýni sem innihéldu mikið af veirunni og þau sem innihéldu lítið af henni.

Sky News segir að niðurstöður rannsóknarinnar sýni að hægt sé að nota hunda á flugvöllum og í höfnum til að leita að smituðu fólki. Tveir hundar geti afgreitt 300 manns á hálfri klukkustund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift