fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Opna gröf í von um að leysa 72 ára gamla ráðgátu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 06:00

Hver var hann? Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1948 var óþekktur maður jarðsettur í Adelaide í Ástralíu. Gröf hans er ómerkt enda ekki vitað hver hann var. Í gegnum tíðina hefur mikið verið reynt að komast að hver hann var en án árangurs. Var hann njósnari? Eða var hann kannski leynilegur og forsmáður elskhugi?

Maðurinn hefur verið nefndur „Somertonmaðurinn“. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp á miðvikudaginn til að reyna að leysa þessa rúmlega 70 ára gömlu ráðgátu. Nine Network skýrir frá þessu.

Lík mannsins fannst þann 1. desember 1948 á Somerton Beach. Andlátið var talið grunsamlegt og rannsókn hófst strax en lögreglunni tókst ekki að komast að hver maðurinn var. Ferðataska var hjá líkinu. Búið var að klippa merkimiðana af fötunum sem voru í henni. Í henni var einnig pappír með óskiljanlegu pári, sem talið er að hafi verið dulmál, og ljóðabók. Einnig var blaðsíða, sem hafði verið rifin úr sjaldgæfri bók, sem á stóð „Tamam Shud“ en það þýðir „Því er lokið“.

Besta vísbending lögreglunnar var miði með símanúmeri en það reyndist tilheyra eldri konu sem bjó nærri þeim stað þar sem líkið fannst. En konan gat ekki veitt neinar upplýsingar sem gátu varpað ljósi á hver maðurinn var. Í júní 1949 var hann jarðsettur í nafnlausri gröf í Adelaide.

Legsteinninn á gröf óþekkta mannsins. Mynd:Wikimedia

Nú er vonast til að nútímatækni geti orðið til að leysa málið og því var kistan grafin upp á miðvikudaginn og það sem eftir er af líkinu flutt til réttarmeinafræðinga sem munu rannsaka líkamsleifarnar. Vonast er til að hægt verði að fá DNA úr þeim sem verði síðan hægt að nota til að finna ættingja mannsins. „Jafnvel þótt okkur takist að fá DNA úr líkinu er ekki öruggt að við finnum ættingja,“ sagði Anne Coxon, prófessor við réttarmeinafræðideildina í Adelaide, í samtali við Nine Network.

Líkið fannst þar sem búið er að setja X. Mynd:Wikimedia

 

 

 

 

 

 

Það var vegfarandi sem fann Somertonmanninn en hann sá einhvern liggja á ströndinni og fór að kanna málið. Ekki tókst að finna dánarorsökina á sínum tíma en margar kenningar hafa verið settar fram í gegnum tíðina um hver maðurinn var og hvernig hann dó. Sumir telja að hann hafi veri njósnari en aðrir telja líklegt að hann hafi verið forsmáður elskhugi. „Það hefur verið rætt um að hann hafi verið rússneskur njósnari, að hann hafi stundað viðskipti á svarta markaðnum eða hafi verið sjómaður,“ sagði Des Bray, yfirlögregluþjónn, í samtali við Nine Network. Hann benti á að þrátt fyrir að margar kenningar hafi verið á lofti þá viti enginn sannleikann í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin