fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Vilja stoppa Samherja og Þorstein Má – „Stjórnmálin geta ekki lengur litið undan“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsdeild Transparency International (TI), félag sem vinnur að því að minnka spillingu í þjóðfélaginu, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra samskipta svonefndrar „skæruliðadeildar“ Samherja sem greint var frá fyrir helgi. Í yfirlýsingunni er kallað eftir því að spornað verði við framgang Samherja.

„Íslandsdeild TI kallar eftir breiðfylkingu almennings, félagasamtaka, stéttarfélaga, samtaka uppljóstrara, fræðasamfélags, stjórnmálanna og allra þeirra sem vettlingi geta valdið gegn tilraunum fyrirtækisins og „skæruliða“ til að grafa undan samfélagssáttmálanum og gildum þeim er hann byggir á. Það er okkar allra að standa vörð um lýðræðið, samfélagið og tjáningarfrelsið, hvert á sínu sérsviði.“

TI segir það ólíðandi að fyrirtæki sem hafi byggt upp veldi sitt á auðlind almennings, sé að nýta  þennan auð til að ráðast gegn samfélaginu og stoðum þess.

„Samherja í Namibíu byggði að auki á velvild íslenskrar þróunarsamvinnu. Enn fremur hefur
Samherji á engum tímapunkti sýnt vilja til umbóta heldur þvert á móti varið fé og vinnustundum í að grafa undan eftirlitsstofnunum, blaðamönnum og þar með samfélaginu öllu.“

Þegar Samherjamálið kom fyrst upp tilkynnti Samherji um ýmsar leiðir sem átti að fara til að hreinsa nafn þeirra. Meðal annars var lögmannsstofan Wiborg Rein fengin til að gera rannsókn á fyrirtækinu og svo setti útgerðin sér reglur um stjórnarhætti og regluvörslu. TI segir  fyrirtækið ekki hafa fylgt þessum yfirlýsingum eftir.

„Skýrsla Wikborg Rein hefur enn ekki verið birt opinberlega. Reglur um stjórnarhætti og regluvörslu sem fyrirtækið tilkynnti um mitt ár 2020 hefur ekki verið fylgt eftir. Þá hefur Samherji heldur aldrei gefið út skýra yfirlýsingu um að uppljóstrarar og rannsakendur málsins njóti verndar gegn ofsóknum fyrirtækisins, eins og nýgildandi lög kveða á um. Framganga Samherja sýnir helst að stjórnendur félagsins rói öllum árum gegn tilraunum almennings á Íslandi og víðar til að komast til botns í málinu.“

Ti bendir líka á að þeir einstaklingar og þau fyrirtæki sem í raun og veru hafi ekkert óhreint í pokahorninu þurfi ekki að ganga fram með álika hætti og Samherji hefur gert.

„Fyrirtæki og einstaklingar sem sanna vilja sakleysi sitt stunda ekki ofsóknir gagnvart þeim sem rannsaka og upplýsa um meintar misgjörðir. Fyrirtæki sem hafa ekkert að fela stunda ekki árásir á fólk sem berst fyrir bættu samfélagi og almannaheill. Fyrirtæki sem eru meðvituð um almannahag þurfa ekki „skæruliðadeild“ sem lætur sig dreyma um að „stinga, snúa og strá svo salti í sárið“.“

Ti segir stjórnmálamenn og þá einkum ráðamenn þjóðarinnar sem sitja í ríkisstjórn geti ekki lengur komið sér undan því að takast á við Samherja.

„Stjórnmálamenn og sérstaklega stjórnarliðar geta ekki lengur komið sér undan því að takast á við hið pólitíska og kerfislæga umhverfi sem umber svona framgöngu árum saman. Annað hvort eru þeir með almenningi í baráttunni gegn spillingu eða á móti með þögn, meðvirkni,  aðgerðarleysi og seinagangi við að koma upp nútímalegum spillingarvörnum milli stjórnsýslu og viðskiptalífs. Stjórnmálin geta ekki lengur litið undan. Kvótahafar sem virða að vettugi alþjóðlegar skuldbindingar og siðareglur sem Ísland kvittar undir eiga ekki að geta treyst því að fá að halda í yfirburðastöðu sína. Það eru forréttindi fá að fara með nýtingarrétt á takmörkuðum gæðum hafsins.“

Að lokum bendir TI á það að Björgólfur Jóhannsson sé ekki fær um að vera formaður hlítingarnefndar Samherja, eigi nefndin að vera trúverðug. En sú nefnd hefur yfirumsjón með regluvörslu go stjórnarháttum innan samstæðu Samherja.

„Hafi hlítingarnefnd Samherja í formennsku Björgólfs Jóhannssonarhlutverk umfram það að vera neðanmálslína í fréttatilkynningu liggur í augum uppi að nefndin verði kölluð saman til að undirbúa opinbera birtingu á umfangi og eðli aðgerða fyrirtækisins undanfarin ár í baráttunni gegn uppljóstrunum og rannsóknum á starfsemi Samherja er varða þau mál sem fjallað hefur verið um. Augljóst er eftir uppljóstranir undanfarinna daga að Björgólfur er ekki fær um formennsku nefndarinnar eigi störf hennar á annað borð að vera trúverðug.

Fréttir af tilraunum Samherja til að hafa áhrif á forystu í samtökum launafólks er grafalvarlegt mál sem ekkert stéttarfélag í landinu getur látið hjá líða að fordæma. Íslandsdeild TI vill hvetja aðila eins og samtök blaðamanna og stéttarfélög, sem og félög sem tilheyra stærri heimssamtökum að kalla eftir samstöðu og aðstoð sinna hreyfinga og þrýsta á rannsókn og kröftugt viðbragð í þeim fjölda lögsaga sem framganga Samherja snertir. Íslandsdeild mun að sjálfsögðu gera slíkt hið sama.

Stöndum saman gegn spillingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar