fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Gísli kemur Daða til varnar eftir ásakanir um brot á sóttkví – „Þú ert greinilega að fara mannavillt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur rak upp stór augu í verslun í Njarðvík í gær er hún taldi sig sjá Daða Freyr Pétursson og Huldu Kristíni Kolbrúnardóttur, keppendur Íslands í Eurovision, þar sem hópurinn var nýkominn til landsins og ætti því að vera í einangrun þar til niðurstöður lægju fyrir úr sýnatöku vegna COVID-19.

Hún vakti athygli á málinu á Facebook. „Ánægð eins og ég er með árangur Daða og Gagnamagsnins í Eurovision í gær, þá er ég vægast sagt vonsvikin yfir þeirri ákörðun þeirra að koma við í Krónunni í Njarðvík beint eftir komuna til Íslands fyrr í dag þar sem meðlimur hópsins stóð fyrir framan manninn minn (sem er óbólusettur) í röðinni á kassann“

Gísli Marteinn Baldursson var þó fljótur að skrifa athugasemd við færsluna og benda á að ekkert sé hæft í þeim ásökunum.

„Hér held ég að hljóti að vera einhver misskilningurá ferðinni. Við lentum í Keflavík síðdegis í gær og eftir sýnatöku í Leifsstöð fórum við beint upp í rútu sem ók okkur rakleiðis á sóttvarnarhótelið á Höfðatorgi í Reykjavík. Við komum hvergi við á leiðinni, og rútan kom hvergi nálægt Krónunni í Njarðvík. Ég hefði haldið að hvert mannsbarn þekkti Daða og Huldu núorðið en þú ert greinilega að fara mannavillt eða með einhverjum öðrum hætti að hafa Huldu og Daða fyrir rangri sök því miður. Sem er leiðinlegt því engan hóp þekki ég sem er jafn einlægur og sannur í því að hafa rétt við og er jafn langt frá þvi´að telja sig hafinn yfir reglur eins og þessir flottu krakkar í Gagnamagninu“

Í kjölfarið uppfræði konan færslu sína og baðst afsökunar.

„Ætlunin mín var síður en svo að bera rangar sakir á þennan glæsilega hóp sem við fjölskyldan dáðumst að kvöldið áður enda dyggir aðdáendur Daða og Gagnamagsnins. Mér þykir þetta mjög miður og bið hópinn innilegrar afsökunar á því að hafa farið svona rækilega mannavilt og talið þennan hávaxna mann með axlasíða hárið og stúlkuna við hlið hans með bláa hárið og húfuna vera meðlimi Gagnamagsnins […] við erum víst ekki eins mannglögg og við töldum okkur vera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni