fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Egill Helgason segir rokkið í öndunarvél eftir Eurovision – „Mun aldrei heyrast framar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason var ekki ánægður með úrslit Eurovision-söngvakeppninnar á laugardaginn og segir það fáránlegt að rokkband stigi á svið í keppninni með hljóðfærin ótengt.

„Um ítalska lagið var það sagt að það myndi venjast eins og mygla í baðherbergi. Sviss var með besta lagið,“ skrifaði Egill í færslu á Facebook í kjölfar keppninnar.

Skrifaði hann þar einnig í athugasemd að hans mat sé það að ekki verði sigurlagið áberandi í framtíðinni.

„Mun aldrei heyrast framar“

Hann segir það versta við keppnina að ekki mega spila á hljóðfæri.

„Það sem er agalegt við Evróvisjón er að þar má ekki spila á hljóðfæri. Meira aað segja Ítalirnir sem eru með gítar, bassa og trommur á sviðinu spila ekki. Það mega ekki sjást nein mistök. Playback er allsráðandi. Af þessu hlýst ákveðin gelding. Vantar einhvern veginn allan fíling í flutninginn. Leikræn tilþrif verða ofleikur.“

Hann segir að framan af í keppninni hafi tónlistin verið spiluð í beinni útsendingu.

„Svo hættu þeir því. Bara metnaðarleysi. Það er fáránlegt að vera með rokkband ás viði sem ekki spilar. Gengur kannski í tónlist sem kemur mestanpart úr tölvu.“

Hljómsveitin Maneskin sem sigraði keppnina sagði að keppninni lokinni að rokkið muni aldrei deyja. Egill veit ekki með þá yfirlýsingu.

Rock’n’roll will never die, sögðu þau. Læðist samt að manni sá grunur eftir kvöldið að það sé í öndunarvél.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“