fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Lokaumferðin í Frakklandi: Lille er meistari – Monaco í Meistaradeildina

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 21:08

Leikmenn Lille fagna marki. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaumferðin í efstu deild Frakklands, Ligue 1, fór fram í kvöld. Hér má sjá samantekt yfir það helsta.

Lille er franskur meistari

Jonathan David kom Lille yfir á 10. mínútu á útivelli gegn Angers. Burak Yilmaz tvöfaldaði forskot þeirra rétt fyrir leikhlé. Angelo Fulgini minnkaði muninn fyrir Angers í lok leiks. Lokatölur urðu 1-2.

PSG vann 0-2 útisigur á Brest. Neymar klúðraði víti á 19. mínútu. PSG komst þó yfir á 37. mínútu þegar Romain Faivre gerði sjálfsmark. Kylian Mbappe skoraði seinna mark gestanna þegar 20 mínútur lifðu leiks.

Lille lýkur keppni með stigi meira en PSG og er franskur meistari 2021. Þetta er fyrsti Frakklandsmeistaratitill liðsins í tíu ár.

Monaco náði Meistaradeildarsæti

Monaco gerði markalaust jafntefli við Lens á útivelli. Á sama tíma tapaði Lyon heima gegn Nice. Kasper Dolberg, Hassane Kamara og William Saliba gerðu mörk Nice. Karl Toko Ekambi skoraði bæði mörk Lyon.

Úrslitin þýða að Monaco fór í undankeppni Meistaradeildarinnar. Lyon fer í Evrópudeildina.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið enduðu í sætunum sem skipta máli í Ligue 1 tímabilið 2020-2021.

Meistaradeildarsæti

Lille, PSG, Monaco (Undankeppni)

Evrópudeildarsæti

Lyon, Marseille

Sambandsdeildarsæti

Rennes

Fallsæti

Nantes (Fara í umspil upp á að bjarga sæti sínu), Nimes, Dijon

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alli gerir samning til 2026

Alli gerir samning til 2026
Sport
Í gær

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu
433Sport
Í gær

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Áhugi Manchester United hefur minnkað verulega

Áhugi Manchester United hefur minnkað verulega