fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Gefur í skyn að Arsenal ætli sér að halda Ödegaard

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 20:00

Martin Ödegaard. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur gefið fastlega í skyn að félagið muni reyna að halda Martin Ödegaard hjá félaginu. Hann tjáði sig um málið á blaðamannafundi eftir sigurleikinn gegn Brighton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Ödegaard er hjá enska félaginu á láni frá Real Madrid. Honum hefur tekist að heilla stuðningsmenn Arsenal á tíma sínum hjá félaginu. Samkvæmt lánssamningnum á milli liðanna fer leikmaðurinn aftur til Real í sumar.

,,Við erum mjög fastir á því hvað við viljum gera. Við munum eiga samtal um þetta á næstu vikum,“ sagði Arteta þegar hann var spurður út í Norðmanninn.

Ödegaard spilaði fjórtán leiki í ensku úrvalsdeildinni. Í þeim skoraði hann eitt mark og lagði upp tvö.

,,Við gerðum allt sem við gátum til þess að fá Martin til þess að standa sig fyrir félagið. Hann hefur aðlagast mjög vel að okkar leikstíl og að knattspyrnufélaginu okkar. Vonandi höfum við gefum honum von og tilfinningu um það að þetta gæti verið staðurinn fyrir hann.“ 

Að lokum var Arteta spurður að því hvort hann væri bjartsýnn á það að halda Ödegaard.

,,Ég veit það ekki. Þetta er ekki í okkar höndum,“ sagði stjórinn þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alli gerir samning til 2026

Alli gerir samning til 2026
Sport
Í gær

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu
433Sport
Í gær

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Áhugi Manchester United hefur minnkað verulega

Áhugi Manchester United hefur minnkað verulega