Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar var leikin í dag. Hér má lesa um það helsta sem gerðist.
Liverpool og Chelsea í Meistaradeildina
Sadio Mane kom Liverpool yfir gegn Crystal Palace á 36. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0. Mane skoraði svo annað mark sitt og Liverpool þega stundarfjórðungur lifði leiks. Lokatölur 2-0 á Anfield.
Í Birmingham kom Bertrand Traore Aston Villa yfir gegn Chelsea á 43. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0. Aston Villa fékk víti snemma í seinni hálfleik og á punktinn steig Anwar El-Ghazi og skoraði. Ben Chilwell minnkaði muninn fyrir Chelsea þegar 20 mínútur lifðu leiks. Lokatölur 2-1.
Jamie Vardy kom Leicester yfir með marki úr vítaspyrnu á 18. mínútu á heimavelli gegn Tottenham. Harry Kane jafnaði fyrir gestina skömmu fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 1-1. Vardy skoraði úr öðru víti snemma í seinni hálfleik. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks skoraði Kasper Schmeichel sjálfsmark eftir hornspyrnu. Gareth Bale kom Tottenham svo yfir á 87. mínútu áður en hann gerði annað mark sitt í uppbótartíma. Lokatölur 2-4.
Úrslit dagsins þýða að Liverpool og Chelsea fylgja Manchester-liðunum, City og United í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Leicester verður að láta sér nægja að fara í Evrópudeildina. Tottenham fer í Sambandsdeildina eftir sigur sinn.
West Ham örugglega inn í Evrópu – Sigur dugði ekki fyrir Arsenal
West Ham tryggði sér sjötta sæti deildarinnar, Evrópudeildarsæti, með því að rúlla yfir Southampton á heimavelli. Pablo Fornals skoraði fyrstu tvö mörk leiksins með stuttu milli bili þegar um hálftími var búinn. Declan Rice bætti svo við marki í lok leiks.
Everton tapaði 5-0 fyrir Englandsmeisturum Manchester City. Kevin De Bruyne kom City yfir eftir rúmar tíu mínútur. Gabriel Jesus bætti við marki stuttu síðar. Phil Foden skoraði þriðja mark City snemma í seinni hálfleik áður en Sergio Aguero skoraði svo tvö mörk í sínum síðasta leik fyrir Man City. Þess má geta að Gylfi Þór Sigurðsson klúðraði víti í lok fyrri hálfleiks.
Arsenal vann 2-0 sigur á Brighton. Nicolas Pepe skoraði bæði mörkin. Það fyrra á 49. mínútu og það seinna tíu mínútum síðar.
Arsenal endar í áttunda sæti deildarinnar og missir af Evrópusæti þar sem Tottenham náði að sigra Leicester. Everton endar í tíunda sæti deildarinnar.
Aðrir leikir
Man Utd vann Wolves, 1-2, í leik sem litlu máli skipti upp á stöðuna í deildinni. Anthony Elanga kom United yfir á 13. mínútu. Nelson Semedo jafnaði fyrir Wolves rétt fyrir leikhlé. Juan Mata gerði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik.
Leeds vann West Brom 3-1 á heimavelli. Rodrigo og Phillips skoruðu í fyrri hálfleik og Patrick Bamford úr víti seint í leiknum. Hal Robson-Kanu klóraði í bakkann fyrir West Brom í uppbótartíma.
Newcastle vann Fulham 0-2 á útivelli. Joe Willock kom þeim yfir á 23. mínútu og Fabian Schar skoraði annað markið úr víti í lok leiks.
Sheffield United lauk slæmu tímabili með 1-0 sigri á Burnley. David McGoldrick skoraði markið um miðjan fyrri hálfleik.