fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Inter rúllaði yfir Udinese í lokaleiknum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 15:03

Leikmenn Inter fagna marki á síðustu leiktíð. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inter vann stórsigur á Udinese á heimavelli í lokaleik liðanna á tímabilinu í Serie A.

Ashley Young kom heimamönnum yfir á 8. mínútu. Christian Eriksen tvöfaldaði svo forystu þeirra rétt fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 2-0.

Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik fékk Inter víti. Lautaro Martinez steig á punktinn og skoraði. Ivan Perisic kom Inter í 4-0 á 64. mínútu. Fimmta markið skoraði svo Romelu Lukaku um átta mínútum síðar. Roberto Pereyra klóraði í bakkann fyrir Udinese úr vítaspyrnu þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Lokatölur voru 5-1.

Það er löngu orðið staðfest að Inter sé orðið meistari. Þeir ljúka tímabilinu með 91 stig. Glæsilegur árangur Antonio Conte, stjóra liðsins. Udinese er með 40 stig í fjórtánda sæti. Þeir geta í versta falli dottið niður í það fimmtánda áður en lokadagurinn er úti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alli gerir samning til 2026

Alli gerir samning til 2026
Sport
Í gær

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu
433Sport
Í gær

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Áhugi Manchester United hefur minnkað verulega

Áhugi Manchester United hefur minnkað verulega