fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Knattspyrnumaður ætlar sér að kaupa bíl sem kom mikið fyrir í vinsælum sjónvarpsþætti

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 16:00

Leicester er bikarmesistari. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Vardy, framherji Leicester, hyggst bjóða í bíl sem kom mikið fyrir í vinsælum sjónvarpsþáttum í Bretlandi á sínum tíma, The Inbetweeners. 

Sjálfur á Vardy rándýra Bentley bifreið en þar sem hann er mikill aðdáandi þáttanna, sem fjalla um unglinganna Will, Simon, Neil, Jay og heimskupör þeirra, vill hann eignast bílinn.

Bíllinn, sem er gulur, með einni rauðri hurð og af tegundinni Fiat Cinquecento Hawaii, er fáanlegur á uppboði í Bristol. Nú þegar hefur tilboð upp á 5500 pund, tæpa eina milljón króna, borist.

Einstaklingur sem er náinn Vardy sagði The Sun að leikmaðurinn vilji eiga bílinn sem safngrip.

Í þáttunum var Simon Cooper eigandi bílsins eftir að hafa fengið hann að gjöf frá föður sínum. Honum var mikið strítt fyrir að láta sjá sig á honum, enda bíllinn kannski ekki mikið fyrir augað.

Dæmi hver fyrir sig. Mynd af bílnum má sjá hér fyrir neðan.

Mynd/Sun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alli gerir samning til 2026

Alli gerir samning til 2026
Sport
Í gær

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu
433Sport
Í gær

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Áhugi Manchester United hefur minnkað verulega

Áhugi Manchester United hefur minnkað verulega