fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fréttir

Guðmundur Spartakus sagður valdamikill dópsmyglari í Suður Ameríku

Þykist vera þýskur fasteignasali – Á að fá Íslendinga til að koma út og vera burðardýr – Sagður stjórna stórum eiturlyfjahring

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. janúar 2016 07:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Paragvæ segir að Guðmundur Spartakus Ómarsson, Íslendingur sem ekkert hefur spurst til í rúm tvö ár, sé valdamikill fíkniefnasmyglari. Samkvæmt yfirvöldum í Paragvæ er Guðmundur með starfsemi í þar í landi og í Brasilíu auk þess sem hann stjórni smygli til og frá Evrópu.

Frá þessu greinir ABC Color en þar segir meðal annars að Guðmundur ferðist um með falsað vegabréf og þykist vera þýskur fasteignasali. Það var RÚV sem greindi fyrst frá þessu.

Í frétt ABC segir að Guðmundur sé talinn starfa í bæjunum Amambay og Salto del Guairá, nálægt landamærum Paragvæ og Brasilíu. Heimildarmenn miðilsins, úr röðum fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu, segja Guðmund einn höfuðpauranna á bak við umfangsmikið smygl. Fram kemur að umfangsmikill smyglarahring sé að ræða, sem stjórnað sé af Brasilíumönnum, Paragvæjum og Íslendingum. Þessir aðilar segja þeir að smygli e-töflum frá Evrópu og kókaíns frá Suður-Ameríku til Evrópu í miklu magni.

Brasilísku lögreglumennirnir sem rætt er við í fréttinni benda á að þeir hafi handtekið Brasilíumenn og Íslendinga sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar Spartakus sem smygla átti til Evrópu.

Sjá einnig: Íslenskt par handtekið í Brasilíu með 4 kíló af kókaíni

Fyrir skemmstu greindu fjölmiðlar frá því að Guðmundur væri týndur í Suður Ameríku og að lögreglan hér á landi hefði áhyggjur af honum. DV ræddi svo við Ómar Brúnó, faðir Guðmundar, sem sagðist hafa heyrt í syni sínum fyrir skemmstu í gegnum Skype og sagði að ekkert amaði að honum.

Sjá einnig: Mannshvarf Íslendings í Paragvæ: Faðir Guðmundar heyrði í honum á Skype

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun
Fréttir
Í gær

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar
Fréttir
Í gær

Hrollur fór um Davíð: „Ég hef upplifað það að vera báðum megin við borðið“

Hrollur fór um Davíð: „Ég hef upplifað það að vera báðum megin við borðið“
Fréttir
Í gær

Sorg á Egilsstöðum – Mirabel fannst dáinn

Sorg á Egilsstöðum – Mirabel fannst dáinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið kókaín í sjónum við Ísland – Hákarlar verða blindir

Mikið kókaín í sjónum við Ísland – Hákarlar verða blindir