Þrátt fyrir að hafa búið í Þýskalandi síðan árið 2010 þá á Robert Lewandowski, framherji Bayern Munchen, virkilega huggulega íbúð í heimalandi sínu, Póllandi.
Íbúðin er staðsett í Varsjá, höfuðborg Póllands, en leikmaðurinn kemur frá borginni. Hann keypti íbúðina árið 2016 á það sem samsvarar um 1,2 milljörðum króna.
Sjálf er íbúðin mjög flott. Þar má meðal annars finna golfhermi. Útsýnið frá íbúðinni er einnig glæsilegt. Þar má horfa yfir miðborg Varsjáar.
Í byggingunni sem eignin er í eru svo fleiri dýrar íbúðir og hafa allir eigendur aðgang að sundlaug, líkamsræktarsal, einkakvikmyndahúsi, vínsmökkunarherbergi og fleiru.
Á knattspyrnuvellinum hefur Lewandowski svo verið frábær á leiktíðinni. Hann hefur til að mynda skorað 40 mörk í þýsku Bundesligunni einni saman.
Hér fyrir neðan fylgja svo myndir af íbúðinni.