Enginn greindist innanlands með Covid-19 í gær og er það þriðji dagurinn í röð sem enginn greinist innanlands. Í fyrradag greindist hvorki smit innanlands né á landamærunum og sögðu almannavarnir það „gleðidag.“
Samkvæmt tölum á Covid.is frá því á föstudag var nýgengi smita komið niður í 10,4 og 2,7 á landamærunum. 48 eru enn í einangrun og fer sú tala nú hratt lækkandi. 3 eru á sjúkrahúsi.
80.464 eru nú fullbólusettir á Íslandi.
157 þurfa þó enn að dúsa í sóttkví eftir að hafa verið í námunda við smitaðan einstakling og 1.043 eru í skimunarsóttkví vegna komu til landsins.