Stjórn Arsenal hefur ákveðið að halda sig við Mikel Arteta sem knattspyrnustjóra félagsins. Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Gengi Arsenal á tímabilinu hefur verið afar slakt. Liðið er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina sem fram fer í dag. Það getur í besta falli náð sæti í Sambandsdeildinni, nýrri Evrópukeppni sem sett verður á laggirnar á næstu leiktíð, fari önnur úrslit þeim í hag.
Þrátt fyrir það hefur sjórnin komist að þeirri niðurstöður að Arteta sé rétti maðurinn til að leiða liðið áfram, allavega í bili. Á síðustu leiktíð hafnaði liðið í áttunda sæti undir hans stjórn en vann þó enska bikarinn.
Arsenal mætir Brighton í lokaumferðinni í dag. Allir leikir fara þá fram á sama tíma, klukkan 15.