David Luiz, leikmaður Arsenal, hélt ræðu fyrir liðsfélaga sína í klefa liðsins í gær þar sem hann kvaddi þá. Luiz er á förum eftir tvö tímabil með félaginu.
David Luiz kom til Arsenal frá Chelsea á 8 milljónir punda í lok félagaskiptagluggans sumarið 2019. Gengi hans í búningi liðsins hefur verið upp og ofan. Hann hefur heilt yfir verið nokkuð traustur í vörninni en eins og Luiz er þekktur fyrir þá koma upp skrautleg augnablik inn á milli.
Það var tilkynnt á dögunum að Brasilíumaðurinn myndi yfirgefa Arsenal þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið. Síðasti leikur leiktíðarinnar hjá skyttunum er gegn Brighton á morgun. Því hélt Luiz fallega ræðu fyrir liðsfélaga sína eftir æfingu í gær.
Eins og gengur og gerist í slíkum ræðum þá átti varnarmaðurinn erfitt með að stjórna tilfinningum sínum. Myndband af ræðu hans má sjá hér fyrir neðan.
David Luiz almost breaks down whilst doing his lovely farewell speech to the squad.#afc pic.twitter.com/dgV3YmRzZT
— Gilles 🇳🇬🇬🇧 (@GrimandiTweetss) May 22, 2021