Atletico Madrid er spænskur meistari eftir sigur á Valladolid í dag. Huesca, Valladolid og Eibar fara niður um deild. Stærsti hluti lokaumferðarinnar fór fram í dag.
Atletico kom til baka og tryggði sér titilinn – Valladolid, Eibar go Huesca niður.
Atletico Madrid lenti undir gegn Valladolid á 18. mínútu í dag. Þá skoraði Oscar Plano. Angel Correa jafnaði leikinn svo á 57. mínútu. Luis Suarez skoraði svo sigurmark Atletico tíu mínútum síðar. Það reyndist vera markið sem tryggði liðinu Spánarmeistaratitilinn. Valladolid er fallið úr deildinni.
Real Madrid vann sinn leik á sama tíma gegn Villareal. Það dugði þeim þó ekki vegna úrslitanna hjá nágrönnum þeirra. Yeremi Pino kom Villarreal yfir á 20. mínútu. Mörk Real komu svo bæði í lok leiks. Fyrst skoraði Benzema á 87. mínútu. Luka Modric gerði svo sigurmarkið í uppbótartíma. Svekkjandi fyrir Villarreal sem missir af Evrópusæti eftir þessi úrslit. Þeir geta þó unnið sér inn Meistaradeildarsæti ef þeir vinna Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudag.
Þess má geta að Barcelona vann sinn leik í dag gegn Eibar 0-1 með marki Antoine Griezmann seint í leiknum. Börsungar ljúka keppni í þriðja sæti en Eibar fellur um deild. Huesca er einnig fallið eftir markalaust jafntefli við Valencia.
Sociedad í Evrópudeildina og Betis í Sambandsdeildina
Real Sociedad tryggði sér Evrópudeildarsæti með 0-1 sigri á Osasuna. Á sama tíma vann Real Betis Celta Vigo, 2-3. Þeir fara í nýju Evrópukeppnina, Sambandsdeildina.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið lentu í sætunum sem skipta máli í La Liga 2020-2021.
Meistaradeildarsæti
Atletico Madrid, Real Madrid, Barcelona, Sevilla.
Evrópudeildarsæti
Real Sociedad.
Sambandsdeildarsæti
Real Betis
Fallsæti
Huesca, Real Valladolid, Eibar.