fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Lokaumferðin í Þýskalandi: Werder niður og Köln í umspil – Union náði inn í Evrópu

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. maí 2021 15:41

Werder Bremen er fallið. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaumferðin í þýsku Bundesligunni fór fram í dag. Mesta spennan var í fallbaráttunni.

Werder fallið og Köln í umspil

Werder Bremen tapaði 2-4 fyrir Gladbach. Á sama tíma unnu Köln og Arminia Bielefeld sína leiki. Það þýðir að Werder fylgir Schalke niður um deild. Köln fer í umspil við Bochum, Holstein Kiel eða Greuther Furth úr B-deildinni upp á það að bjarga sér í deildinni. Schalke, Werder og Köln eru öll stór félög í Þýskalandi.

Union Berlin í Sambandsdeildina með marki í uppbótartíma

Union Berlin gerði sér lítið fyrir og vann RB Leipzig, 2-1. Sigurmarkið skoruðu þeir í uppbótartíma og fóru þar með upp fyrir Gladbach í Evrópusæti. Þeir fara í nýju Evrópukeppnina, Sambandsdeildina (e. UEFA Conference League). Þetta er stórt fyrir Union sem komu aðeins upp í Bundesligunna árið 2019.

Bayern og Dortmund unnu

Alfreð Finnbogason spilaði stundarfjórðung í 5-2 tapi Augsburg gegn Bayern Munchen. Serge Gnabry, Joshua Kimmich, Kingsley Coman og Robert Lewandowski skoruðu allir fyrir Bayern. Sá síðastnefndi bætti markamet Gerd Muller á einu tímabili með marki sínu, 41 mark. Eitt mark þeirra var svo sjálfsmark Jeffrey Gouwleeuw.

Dortmund vann 3-1 sigur á Leverkusen. Erling Haaland gerði tvö mörk og Marco Reus eitt.

Þessir leikir skiptu litlu máli hvað stöðuna í deildinni varðar. Bayern er löngu orðið meistari og Dortmund búið að tryggja sér Meistaradeildarsæti.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið lentu í sætunum sem skipta máli í Bundesligunni 2020-2021.

Meistaradeildarsæti

Bayern Munchen, RB Leipzig, Dortmund, Wolfsburg.

Evrópudeildarsæti

Frankfurt, Bayer Leverkusen.

Sambandsdeildarsæti

Union Berlin

Fallsæti

Köln (fara í umspil upp á að bjarga sér), Werder Bremen, Schalke.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spilaði sinn síðasta leik í dag

Spilaði sinn síðasta leik í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Markaveisla í þremur viðureignum – United tapaði á Old Trafford

England: Markaveisla í þremur viðureignum – United tapaði á Old Trafford
433Sport
Í gær

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað
Sport
Í gær

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“