Landsliðshópur Íslands fyrir verkefni gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gærkvöldi. Sérfræðingum þáttarins fannst ekki mikið til hans koma.
Hópurinn var valinn í gær og vantar í hann marga sterka pósta. Sjö leikmenn úr Pepsi Max-deildinni voru valdir og hafa fimm þeirra aldrei spilað leik.
Arnar: ,,Eigum við að kalla þetta það (landsliðshóp)?“ Sagði Arnar Sveinn Geirsson í þættinum.
,,Ég bara sé eftir að hafa verið hættur að æfa því að maður væri sennilega nítjándi maður á móti Mexíkó eða Kandada eða hverjum sem við erum að fara að spila við þarna í Ameríku. Svo fengi maður ‘debut-ið’ í Færeyjum. Svona er þetta. Eðlilega gefa þessar stóru byssur ekki kost á sér í svona grín-verkefni,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson um málið.
Landliðið mætir Mexíkó þann 30. maí, Færeyjum 4. júni og Póllandi 8. júní. Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.