Leicester City hefur áhuga á því að næla í Daniel James frá Manchester United í sumar. Þetta kemur fram í Manchester Gazzette.
James hefur ekki staðist væntingar frá því hann kom til Man Utd frá Swansea sumarið 2019. Hann er ekki með fast sæti í liðinu hjá Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins og því verið óvissa varðandi framtíð leikmannsins.
Leeds hafði áhuga á því að fá James síðasta sumar en þeir munu ekki gera tilraun til þess að fá hann í ár. Þess má geta að leikmaðurinn var hársbreidd frá því að ganga til liðs við Leeds frá Swansea í janúar 2019 en allt kom fyrir ekki.
Nú eru það Leicester sem eru taldir líklegastir til þess að næla í velska vængmanninn.