Guðný Árnadóttir var ekki með Napoli er liðið gerði jafntefli við Roma í lokaumferðinni í Serie A á Ítalíu. Nú er staðfest að liðið heldur sér í efstu deild.
Leiknum í dag lauk 2-2. Guðný var ekki með vegna meiðsla. San Marino tapaði fyrir Fiorentina á sama tíma og endar Napoli því í tíunda sæti með 14 stig, 2 stigum fyrir ofan fallsæti.
Guðný er þó aðeins á láni hjá Napoli frá stórveldinu AC Milan. Eins og staðan er núna mun hún leika með síðarnefnda félaginu á næstu leiktíð.
AC Milan á eftir að spila lokaleikinn sinn í deildinni en munnu enda í öðru sæti. Juventus er orðið meistari. Það varð ljóst fyrir þó nokkru.