Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, mun skrifa undir samning við spænska stórveldið Barcelona til ársins 2023. Þá færist félagið einnig nær því að fá Memphis Depay frá Lyon. Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter í gær.
Það var vitað fyrir þó nokkru síðan að Aguero færi frá Man City þegar samningur hans rennur út í lok leiktíðar. Hann hefur verið hjá enska liðinu síðan 2011. Þá hefur það einnig virst formsatriði hvenær hann myndi skrifa undir hjá Barcelona. Nú hefur Romano staðfest fregnirnar ásamt lengd samningsins. Blaðamaðurinn er ávallt með allt á hreinu þegar kemur að félagaskiptum.
Það stefnir þá í að Depay komi á frjálsri sölu frá Lyon í Frakklandi. Hollendingurinn hefur tilkynnt lögfræðingum sínum það að vilji hans sé að komast til Börsunga.
Sergio Agüero to Barcelona, here we go! He’s set to join until June 2023, agreement reached. Bonus included in case Barça will win the UCL. 🔵🔴 #FCB
More: Barcelona are also getting closer to sign Memphis Depay. He confirmed to his new lawyers that he wants to join Barça 🚨🇳🇱
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 21, 2021