Chelsea mun reyna að næla í Jadon Sancho, leikmann Dortmund, á undan Manchester United. Þetta kemur fram í breska blaðinu Daily Mirror.
Sancho hefur verið reglulega orðaður við Man Utd síðustu ár. Síðasta sumar stefndi í að leikmaðurinn færi til félagsins en United náði þá ekki að uppfylla skilyrði Dortmund, hvorki hvað verð né tímasetningu á kaupunum varðar.
Chelsea er nú sagt ætla að reyna að lokka leikmanninn til sín. Þeirra fyrsta tilboð myndi þá hljóða upp á 80 milljónir punda.
Sancho hefur áður viðurkennt að hann hafi stutt Chelsea í barnæsku. Hvort að það hafi einhver áhrif á svo eftir að koma í ljós.