Breiðablik hefði þurft að greiða Stjörnunni 1 milljón króna ef Sölvi Snær Guðbjargarson hefði spilað gegn þeim í leik liðanna í gær. Það er vegna samkomulags félaganna.
Sölvi kom til Breiðabliks frá Stjörnunni á dögunum í félagaskiptum sem ollu töluverður fjaðrafoki. Þegar liðin mættust innbyrðis í gær var leikmaðurinn ekki í hóp hjá Breiðabliki þar sem félögin höfðu gert með sér samkomulag þess efnis að hann myndi ekki spila gegn sínum gömlu félögum. Ella hefðu Blikar þurft að greiða Stjörnunni 1 milljón. Hjörvar Hafliðason greindi frá þessu á Twitter í gær.
Það kom ekki að sök fyrir Blika að vera án Sölva í gær. Þeir unnu leikinn virkilega örugglega, 4-0.
Áhugaverður í kvöld UBK-Stja. Ef Sölvi Snær spilar þá þurfa Blikar að greiða Stjörnunni 1 milljón. Þannig að ég met líkurnar á að hann spili afar litlar. Þetta finnst mér ósanngjarnt gangvart Sölva sem er ekki á láni heldur orðinn leikmaður Blika. Ræðum í Doc í kvöld e. leiki. pic.twitter.com/Z5Og2IK1Wd
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 21, 2021