fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Lið Daníels í úrslit umspilsins – Óvæntur sigur Le Havre

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. maí 2021 21:39

Leikmenn Blackpool fagna í kvöld. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingalið voru á ferðinni í Danmörku, Frakklandi og á Englandi í kvöld.

Daníel Leó Grétarsson lék ekki með Blackpool er liðið komst í úrslit umspilsins í ensku C-deildinni. Hann hefur verið að glíma við meiðsli. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Oxford  í kvöld og fer áfram þar sem það vann fyrri leikinn 3-0.

Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsóttir léku allan leikinn fyrir Le Havre er liðið vann óvæntan 1-0 sigur á Paris FC í efstu deild Frakklands. Le Havre er fallið úr deildinni og það fyrir þó nokkru síðan.

Elías Rafn Ólafsson stóð í marki Fredericia í 0-3 tapi gegn Viborg í dönsku B-deildinni. Lið hans er í fimmta sæti efri riðli (e. promotion group) deildarinnar með 44 stig. Einn leikur er eftir af tímabilinu.

Í sömu deild og sama riðli lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn fyrir Silkeborg í 3-3 jafntefli gegn Helsingör. Silkeborg hefur nú þegar tryggt sér sæti í efstu deild fyrir næsta tímabil.

Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem varamaður í blálokin fyrir Esbjerg í 1-2 sigri gegn Köge. Esbjerg leikur í sama riðli og áðurnefnd lið og eru í þriðja sæti. Þeir eiga þó ekki möguleika á að ná sæti í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Andri og Björn segja Aron flytja falsfréttir – „Ég borgaði mikið“

Andri og Björn segja Aron flytja falsfréttir – „Ég borgaði mikið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
433Sport
Í gær

Náði að selja kynlífsmyndband af fyrrum kærasta sínum: Konan var með gervilim – Tókst ekki að koma í veg fyrir dreifingu

Náði að selja kynlífsmyndband af fyrrum kærasta sínum: Konan var með gervilim – Tókst ekki að koma í veg fyrir dreifingu
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns
433Sport
Í gær

Arsenal gæti barist við Nottingham Forest í glugganum

Arsenal gæti barist við Nottingham Forest í glugganum
433Sport
Í gær

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra