Harry Kane, framherji Tottenham, hefur viðurkennt að margir liðsfélagar sínir hafi átt erfitt með að uppfylla kröfur Jose Mourinho þegar sá síðarnefndi var stjóri liðsins.
Mourinho var rekinn frá félaginu í síðasta mánuði. Liðið hafði var í sjöunda sæti deildarinnar og hafði fallið úr leik í Evrópudeildinni. Kane talaði vel um Portúgalann og að þeir hafi náð saman frá fyrsta degi. Það voru þó ekki allir leikmenn í svo góðu sambandi við hann. Enski framherjinn segir Mourinho og Mauricio Pochettino, forvera hans í starfi, vera allt öðruvísi.
,,Þetta var allt öðruvísi. Leikstílinn, uppsetningin, taktísk þjálfun. Við gerðum mikið af styrktaræfingum með Mauricio á meðan Jose var ekki jafn mikið fyrir það. Jose vildi samt að við hegðuðum okkur eins og menn á vellinum, eins og leiðtogar,“ sagði Kane. ,,Ef ég á að vera hreinskilinn, þá er það þar sem það klikkaði með Jose. Við vorum ekki með leiðtoganna sem við þurftum.“
Kane segir að það séu líkindi með honum og Mourinho að vissu leyti.
,,Jose er með reynslu af stærstu leikjunum og með stærstu félögunum. Við myndum báðir gera allt til að sigra. Jose vildi bara sigra. Það var hugarfarið sem hann reyndi að koma inn hjá leikmönnum. Kannski voru einhver sambönd sem virkuðu ekki alveg en hann var frábær fyrir mig.