fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
FréttirViðtalið

Helgarviðtal DV- Nágrannaerjurnar urðu að áhugamáli: „Fjöldinn er fljótur að snúast á sveif með sigurvegaranum. Ég finn strax fyrir því“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 24. maí 2021 19:55

Hreggviður Hermannsson við heimili sitt að Langholti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreggviður Hermannsson, ábúandi að Langholti 1b í Flóahreppi, hefur staðið í illvígum erjum við nágranna sína að Langholti 2, hjónin Ragnar Val Björgvinsson og Fríði Sólveigu Hannesdóttur, í tæpan áratug.

Lögregluheimsóknirnar hafa verið tíðar og stundirnar í dómstólum landsins hafa verið margar.

Hreggviður hefur verið handtekinn, mátt dúsa í steininum og þrisvar sinnum hefur hann, að eigin sögn, upplifað að reynt hafi verið að koma honum fyrir kattarnef . Meðal annars hefur verið keyrt  á hann og í annað sinn var hlassi af sandi sturtað yfir Hreggvið og konu sem er þekktur miðill. Hreggviður sá þó árásina fyrir og stakk sér undan. Sömu sögu er ekki að segja af miðlinum sem grófst undir hlassinu.

Menn myndu ætla að flestir hefðu gefist upp, flutt á brott og reynt að lifa í friði en það á ekki við Hreggvið Hermannsson. Hann gefst nefnilega aldrei upp og hefur gaman af átökunum.

Lífið verður styrjöld til síðasta dags

„Ég átti vin sem að horfði til stjarnanna og var alltaf í öðrum heimi. Hann spáði því fyrir mörgum áratugum að líf mitt yrði styrjöld til síðasta dags. Ég tók því þá bara sem gefnu að það yrði þannig.“

Hreggviður hefur búið að Langholti alla sína tíð. Hann er yngstur sjö systkina og þegar eldri systkinin fóru að dreifast um nærliggjandi sveitir höguðu örlögin því þannig að hann sat eftir í æskuheimilinu. Þar hefur hann unað hag sínum vel og mun aldrei færa sig um set.

„Við erum elsta fjölskyldan í sveitinni og höfum verið hér í um 200 ár. Ég er fimmta kynslóðin en síðan á ég sjö afastelpur sem að eru sjöunda kynslóðin. Þær eru hér meira og minna öllum stundum hjá okkur gömlu skörfunum og því er nóg um að vera hér alla daga,“ segir Hreggviður.

Hann býr að Langholti ásamt eiginkonu sinni, tveimur dætrum og afastúlkum auk þess sem sonur hans er búsettur á Selfossi.

Óvinur Framsóknarmanna

Framsóknarmenn hafa haft tögl og haldir í sveitinni alla tíð og Hreggviður hefur ekki verið í náðinni á þeim bænum. Það veldur honum þó ekki andvökunóttum heldur þvert á móti finnst honum fátt skemmtilegra en að vera þyrnir í augum Framsóknarmanna.

„Ég hef aldrei komið nálægt félagsmálum og hef alltaf verið óflokksbundinn. Ástæðan fyrir því að Framsóknarmönnum fór að vera illa við mig var sú að ég var brautryðjandi í því að búa á þessu svæði án þess að stunda búskap. Ég ákvað að búa hérna bara sem húsasmiður og sækja mína vinnu. Það fór alveg ógurlega í taugarnar á þeim. Það var þannig,“ segir Hreggviður kíminn.

Hann segist ekki hafa skapað sér neinar vinsældir í gegnum tíðina með því að vera ófeiminn við að gagnrýna Framsóknarmenn sem öllu réðu í sveitinni. Meðal annars benda þeim á að kotbúskapur eins og þeir höfðu svo miklar mætur á myndi leggjast af. „Sveitarstjórnarmenn á síðustu öld voru ekki hrifnir af þessum skoðunum mínum. Ég held að þeir hafi verið sammála mér en þorðu bara ekki að viðurkenna það. En síðan hefur komið í ljós að þetta var alveg rétt hjá mér. Búskapurinn er meira og minna búinn að leggjast af og bara örfá stór mjólkurbú eftir.“

Hreggviður hefur í gegnum tíðina básúnað skoðunum sínum á Framsóknarmönnum við hvern sem heyra vildi og það endaði með því að honum barst bréf á áttunda áratugnum þar sem því var beinlínis hótað að það ætti að bola honum úr sveitinni. „Það byggðist á því að beita ætti grein í ábúðaelögum og láta mig flytja úr sveitinni. Það var eingöngu á þeim forsendum að ég væri að setja slæmt fordæmi.“

Neðst í bréfinu stóð síðan að afrit af því hefði verið sent til Hr. Ágústs Þorvaldssonar. „Þannig að það fór ekkert á milli mála  hvaðan hótunin kom,“ segir Hreggviður og ískrar af hlátri.

Verða börn í annað sinn

Ágúst Þorvaldsson var faðir Guðna Ágústssonar, fyrrum alþingismanns og ráðherra. „Við Guðni vorum bekkjarfélagar í skóla og urðum perluvinir sem börn,“ segir Hreggviður. Þegar að Guðni fór síðan að láta að sér kveða í pólitík fyrir Framsóknarflokkinn má segja að samband þeirra hafi verið í lágmarki  enda Hreggviður yfirlýstur óvinur flokksins. Í seinni tíð hefur sambandið svo batnað að nýju. „Svona verða menn að börnum í annað sinn,“ segir Hreggviður og hlær dátt.

Hreggviður hefur verið óþreytandi stríðshestur að eigin sögn í baráttu veiðirétthafa gegn netaveiði. „Þar er ég að berjast fyrir mínum hagsmunum sem er ekkert launungarmál. Netaveiðin er barn síns tíma en sumir styðja aðallega við hana af íhaldssemi og Guðni er í þeim hópi. Þessi deila hefur legið í dvala í tvo áratugi en er að fara af stað aftur núna,“ segir Hreggviður og ekki annað að heyra en hann hlakki til jafnvel þó að vináttan við fyrrum ráðherrann sé undir.

Það eru þó nágrannaerjur Hreggviðs sem hafa vakið mesta athygli enda hafa þær ratað iðulega í fjölmiðla. Að sögn Hreggviðs hófust þær þegar að nágrannahjón hans töpuðu dómsmáli þar sem þau freistuðu þess að færa sönnur á að þau ættu rétt á stærri hlutdeild í veiðirétt Hreggviðs. „Það mál tapaðist og síðan hefur heiftin kraumað,“ segir Hreggviður.

Ekki hafi hjálpað til að aðrir nágrannar í landvinningarhug hafi hvatt hjónin áfram í baráttu sinni og þannig hafi skapast grundvöllur fyrir áralöngum nágrannaerjum sem eiga sér fá fordæmi.

Erjurnar hafa staðið yfir í tæpan áratug með hatrömmum hætti. Komið hefur til átaka og náðu þau hæst þegar húsbóndinn á næsta bæ gerði tvær tilraunir til þess að keyra á Hreggvið á bíl sínum. Hreggviður komst undan við illan leik og var talsvert slasaður eftir árásina. Það kostaði hann síðan mikla baráttu að fá árásina kærða en að endingu var Ragnar Valur, nágranni hans dæmdur á tveimur dómstigum  í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sinn þátt.

Sjálfur hefur Hreggviður gengið hart fram og aðspurður hvort að hann sjái ekki eftir ýmsu sem að hafi gerst þá neitar hann því staðfestilega. „Ég er nefnilega svo forhertur. Það er þannig.“

Lokar slóða jafnharðan og lögreglan opnar

Deilan undanfarin ár hefur snúist um slóða einn að heimili nágranna. Slóðinn liggur að mati Hreggviðs í gegnum hans jörð en nágrannarnir eru sannfærðir um að tilheyri sér. Meðal annars hafi þau farið í mál um eignaréttinn á blettinum og velktist það lengi um réttarkerfið þar til málinu var vísað frá.

Of langt mál er að útskýra deiluna í smáatriðum en að endingu fóru nágrannarnir í framkvæmdir og breyttu slóðanum í sína aðalheimreið. Hreggviður hófst þá samviskusamlega handa við að loka fyrir heimreiðina og nágrannarnir hringdu þá í lögregluna sér til aðstoðar.

„Ég var ósáttur við hraðakstur og mikla umferð þarna í gegn þannig að ég hef lokað þarna fyrir við hvert tilefni,“ segir Hreggviður.

Þá hafi hafist ótrúleg atburðarás sem að verði ekki lýst öðruvísi en sem misbeitingu lögreglunnar. Fyrstu lögregluheimsóknina vegna málsins fékk Hreggviður árið 2013 en síðan telst honum til að lögreglan hafi 360 sinnum haft afskipti af honum vegna málsins. Hefur Hreggviður meðal annars verið handtekinn og látinn dúsa í steininum.

Í hvert sinn hefur lögreglan haft fyrir því að opna fyrir heimreiðina sem Hreggviður hefur lokað hefur Hreggviður farið jafnharðan út og lokað henni aftur. Svona hefur þetta gengið árum saman. „Einu sinni komu þeir þrisvar sama daginn og opnuðu fyrir heimreiðina . Ég hef alltaf sagt þeim að myndi loka aftur um leið og þeir væru farnir og það hef ég alltaf gert.“

Hreggviður hefur lokað heimreiðinni með þeim hætti að hann hefur borað festingar í nærliggjandi grjót og síðan lokað slóðanum með teygju,  snæri eða gaddavír sem að hann hefur hengt veifur á svo engin slys yrðu.  „Löggurnar kvörtuðu undan því að meiða sig á gaddavírnum þannig að þá fór ég að nota snæri frekar. Þeir hafa fjarlægt efnið og þá hafa þeir líka gengið svo langt að mæta með verkfæri. Þeir hafa í nokkur skipti mætt með slípirokk og skorið festingarnar af. Ég hef þá bara borað þær aftur í,“ segir Hreggviður.

Hreggviður sýnir ljósmyndara DV á sínum tíma hvernig hann lokar heimreiðinni

Þó að hann skelli reglulega upp úr við að lýsa baráttu sinni þá  leggur hann áherslu á að undir niðri sé hún grafalvarleg.

„Ég hef alltaf verið sannfærður um að ég sé í fullum rétti og líklega eru nágrannar mínir jafn sannfærðir um að rétturinn sé með þeim. Við erum því með sitthvorar hliðar sannleikans og ég áfellist þau ekki. Hins vegar hafa afskipti lögreglunnar verið til skammar og það á bara ekki að vera hægt að misbeita því valdi með þessum hætti.“

Þannig hefur dóttir hjónanna sem Hreggviður hefur deilt verið starfað sem löglærður fulltrúi á ákærusviði Lögreglunnar á Suðurlandi sem Hreggviður telur að sé ástæða þess að lögreglan hafi verið í liði nágrannans.   Þá hafi annar starfsmaður embættisins tekið að sér verkefni fyrir hönd þeirra. Auk áðurnefndra afskipta þá hafa kærur gegn Hreggviði flogið í gegnum kerfið en að sama skapi hafa hans mál dagað upp.

Þegar nágranni Hreggviðs keyrði á hann á bíl sínum virtist málið eiga að vera þaggað niður þrátt fyrir að árásin hafi verið tekin upp á öryggismyndavél. Þá gerði það í eitt skipti þegar lögregla var á vettvangi að þriðji aðili, nágranni sem var á bandi nágrannahjónanna, missti stjórn á skapi sínu og kýldi dóttur Hreggviðs í andlitið.

„Það gerðist fyrir framan tvo lögregluþjóna. Maðurinn var handtekinn en síðan gerðist ekkert í málinu. Ég endaði þá með að fá afhenta lögregluskýrsluna og þurfti að fara með hana annað innan kerfisins. Þá loksins komst skriður á málið sem endaði með að maðurinn var dæmdur til þess að greiða 50 þúsund króna sekt fyrir árásina og var það rökstutt á þá leið að dóttir mín hafi verið að stríða honum. Heldur þú að þetta sé réttlæti?“ segir Hreggviður.

Það er auðheyrt að Hreggviður er ekki mikill aðdáandi þeirra sem stýra lögreglunni en hann hefur enn minni trú á dómurum sem hann segir að þori ekki, nema í undantekningartilvikum, að taka á vitleysunni í lögreglunni.

Dæmdur á grundvelli smitandi lesblindu

Hreggviður fór tvisvar í gegnum réttarhöld í dómskerfinu þar sem hann var dæmdur fyrir ýmsar sakir sem byggðust meðal annars því sem hann kallar smitandi lesblindu.

Í fyrra málinu ákvað dómarinn upp á sitt einsdæmi að skilgreina heimreiðina sem veg og dæmdi mig þá fyrir vegalagabrot og umferðarlagabrot. Sá dómur gerði það að verkum að lögreglan tvíefldist í eineltinu gegn mér,“ segir Hreggviður.

Í seinna málinu var Hreggviður dæmdur fyrir fleiri brot á vegalögum og þjófnaði á 10 bráðabirgðagirðingastaurum. Að auki var hann dæmdur fyrir að snúa upp á hendi nágrannakonu sinnar. „Fyrst var því haldið fram að ég hefði snúið upp á aðra hendi hennar og voru hjónin bæði sammála um það. Síðan fannst marblettur á hinni og þá breyttu þau bæði um skoðun um hvor hendin þetta var. Ástæðan var sögð sú að nágrannakona mín þjáðist af lesblindu og ætti erfitt með að greina á milli vinstri og hægri. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem maður er dæmdur fyrir smitandi lesblindu,“ segir Hreggviður og hlær dátt.

Í fyrstu tveimur málunum varði Hreggviður sig sjálfur enda hafi hann alltaf gert það. „Ég hef unnið sem verktaki og oft lent í því að eiga erfitt með að fá greiðslur. Þá hef ég bara mætt sjálfur og innheimt og lent í allskonar brasi við það. En samt hef ég aldrei leitað lögfræðinga til að innheimta fyrir mig. Ég ætlaði því að fara sömu leið fyrir dómstólum,“ segir hann.

Það hafi þó mögulega verið mistök enda telur hann að dómarar séu síður tilbúnir að dæma með ólöglærðum mönnum. „Ég fékk marga ákæruliði niðurfellda en að endingu var ég dæmdur í öðrum liðum með ósanngjörnum hætti fannst mér,“ segir Hreggviður.

Sigurganga hófst fyrir dómstólum

Hagurinn vænkaðist þegar að lögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson mætti fyrir hönd dóttur hans í eitt mál Hreggviðs sem hún hafði aðild að. „Þá varð hann vitni að vitleysunni sem að var í gangi. Þá var ég allur í tætlum eftir árásina með bílnum og Einar Gaut gjörsamlega ofbauð.  Síðan þá hefur hann verið óþreytandi að hjálpa mér og í rauninni gert það í algjörri sjálfboðavinnu. Hann er mikill hugsjónamaður hann Einar Gautur,“ segir Hreggviður.

Hreggviður var blár og marinn eftir að nágranni hans reyndi tvívegis að keyra á hann á bíl sínum

Í kjölfarið hófst sigurganga fyrir dómstólum landsins. Hreggviður, með fulltingi Einars Gauts og starfsmanna hans, vann sigur þegar landamerkjamáli nágrannans var vísað frá dómi. Þá komst loks skriður á rannsókn árásarinnar þar sem nágranni Hreggviðs keyrði á hann. Það endaði með því að nágranninn, Ragnar Valur, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina í héraði og var sá dómur staðfestur í Landsrétti.

Þá vannst á dögunum stór sigur þegar að dómur féll þar sem Hreggviður var sýknaður af öllum vegalaga- og umferðarlagabrotum á grundvelli þess að ekki væri um veg að ræða.

„Lögfræðingur frá Vegagerðinni las þarna upp að þetta væri ekki vegur og gæti aldrei verið vegur enda uppfyllti hann ekki þær kröfur. Það væri annar vegur þarna á skrá Vegagerðinni sem er teiknaður inn á deiliskipulag fyrir svæðið. Það er því ótækt að ég sé búinn að vera dæmdur æ ofan í æ fyrir brot á vegalögum vegna einhvers sem getur aldrei orðið vegur. Dómarinn gat því ekki annað en fallist á það,“ segir Hreggviður.

Þá hefur héraðsdómur einnig úrskurðað Lögregluna á Suðurlandi vanhæfa í málum gagnvart Hreggviði. „Þannig að núna eru öll mín mál í Vestmannaeyjum og þar með hafa heimsóknir lögreglunnar stoppað. Ég get ekki sagt að ég sakni þeirra en tek þó fram að ég hef ekkert út á hinn almenna lögreglumann að setja. Þau voru iðulega almennileg og voru að framfylgja skipunum að ofan. Ein ung lögreglukona tók mig meðal annars afsíðis í einni heimsókninni og bað mig afsökunar.“

Baráttan hjá Hreggviði og Einari Gaut og hans fólki er þó hvergi nærri hætt. Næsta mál á dagskrá sé endurupptaka þeirra mála sem að Hreggviður var dæmdur fyrir, meðal annars hina smitandi lesblindu, og fá hann hreinsaðan af öllum sökum. „Einar vinur minn hefur mikla trú á kerfinu og kann því illa þegar ég bendi honum á það hvað aðilar innan þess geta verið ómerkilegir. Ég tel það þó blasa við í mörgum málum mínum en hann vill ekki heyra á það minnst. Við erum því sammála um að vera ósammála um það.“

Smáborgarinn styður sigurvegarann

Eins og gefur að skilja þá hefur málið verið á vörum allra í sveitinni og Hreggviður fundið fyrir því að fáir voru á hans bandi. Margir sveitungar hafi verið dregnir fyrir dóm í landamerkjadeilunni en að öðru leyti séu afskipti sveitunga lítil. „Smáborgarinn vill nú aldrei láta blanda sér í mál, þú veist hvernig fólk lætur, en það er grannt fylgst með. Ég verð alveg var við,“ segir Hreggviður hlæjandi og segir að flestir hafi verið á bandi nágrannanna undanfarin ár.

„En sama skapi þá veistu jafnvel að fjöldinn er fljótur að snúast á sveif með sigurvegaranum. Ég finn strax fyrir því,“ segir hann og hlær enn hærra.

Það er meira en að segja það að finna fyrir óvild sveitastjórnar, vegagerðar, lögreglu, dómara, nágranna og í raun sveitarinnar allrar í fleiri ár. Aðspurður hvort að hann hafi aldrei íhuga að gefast upp er Hreggviður fljótur til svars.

„Nei, aldrei íhugað það að gefast upp. Ég hef staðið svoleiðis í vörninni og alltaf trúað því að ég hafi rétt fyrir mér. Ég brotnaði ekkert niður eins og til var ætlast heldur harðnaði ég bara í vörninni. Það gerðist ekkert annað.“

Hann viðurkennir einnig að innst inni hafi hann haft gaman að baráttunni. „Ég gerði þetta að áhugamáli. Það var ekki hægt annað.“

Staðan á heimreiðinni sem deilt hefur verið um er þó þannig að hún er opin fyrir umferð. „Ég hef ekkert á móti því af því að umferðin og hraðaksturinn hefur minnkað svo mikið. Ef að það breytist þá loka ég aftur,“ segir Hreggviður.

Undanfarið hefur því verið dúnalogn í sveitinni og því er rétt að spyrja Hreggvið hvort að hann muni ekki sakna þess að standa ekki í einhverju stríði. „Ætli mér leggist ekki eitthvað til,“ segir Hreggviður þá og vísar hlægjandi í netaveiðideilurnar sem hann ætlar að vaða í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 mínútum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Eyjan
Fyrir 37 mínútum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum
433Sport
Fyrir 41 mínútum

Margir bregðast við tilkynningu Alfreðs í dag – „Þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum“

Margir bregðast við tilkynningu Alfreðs í dag – „Þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Hrafnhildur fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Pressan
Fyrir 1 klukkutíma

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki
Fréttir
Fyrir 11 mínútum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Eyjan
Fyrir 37 mínútum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum
433Sport
Fyrir 41 mínútum

Margir bregðast við tilkynningu Alfreðs í dag – „Þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum“

Margir bregðast við tilkynningu Alfreðs í dag – „Þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Hrafnhildur fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Pressan
Fyrir 1 klukkutíma

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki
Fréttir
Fyrir 11 mínútum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Eyjan
Fyrir 37 mínútum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum
433Sport
Fyrir 41 mínútum

Margir bregðast við tilkynningu Alfreðs í dag – „Þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum“

Margir bregðast við tilkynningu Alfreðs í dag – „Þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Hrafnhildur fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Pressan
Fyrir 1 klukkutíma

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki
Fréttir
Fyrir 11 mínútum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Eyjan
Fyrir 37 mínútum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum
433Sport
Fyrir 41 mínútum

Margir bregðast við tilkynningu Alfreðs í dag – „Þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum“

Margir bregðast við tilkynningu Alfreðs í dag – „Þvílíkur heiður að hafa fengið að deila með þér mögnuðum minningum“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Hrafnhildur fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Pressan
Fyrir 1 klukkutíma

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki