fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Birna er komin með nóg: Kærasta Jóns dansara opnar sig – „Ekki dæma aðra og ekki slúðra“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 21. maí 2021 15:00

Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langar til að byrja þennan pistil á því að undirstrika að andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi er í alla staði óafsakanlegt. MeToo hreyfingin: frábær. Feminismi: frábær. GRL PWR alla f** leið! Í gegnum síðustu vikur hefur mig langað að segja margt, koma skoðun minni á framfæri og taka þátt. Því mín skoðun er stór og mín skoðun er sterk en hefur einfaldlega ekki ratað inn í umræðuna vegna ótta.“

Svona hefst pistill sem Birna Valtýs birtir í opinni færslu á Facebook-síðu sinni. Birna er kærasta Jóns Eyþórs Gottskálssonar, sem er betur þekktur sem Jón dansari, en nafn hans hefur dregist inn í #MeToo-umræðuna um meinta ofbeldismenn.

Jón skaust hratt upp á stjörnuhimininn með þátttöku sinni í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað árið 2018. Hann tók aftur þátt í janúar 2020. Jón hefur einnig verið virkur á samfélagsmiðlum og greindi frá því í nóvember 2020 að hann og Birna væruð byrjuð saman. Jón hefur iðinn við að birta myndir af sér ásamt Birnu á Instagram-síðu sinni en hann lokaði fyrir síðuna nýverið.

Skjáskot/Facebook

„Mín skoðun verður alveg örugglega umdeild og ég verð barin niður, en þrátt fyrir það hef ég ákveðið að láta hana í ljós. Því eftir nokkrar vikur af stanslausum samræðum um þessi mál hef ég komist að þeirri staðreynd að margir deila minni sýn á þessa nýjustu MeToo bylgju eins og hún birtist okkur í dag,“ segir Birna í færslunni en hún segist vilja taka upp hanskann fyrir karlmenn hér á landi.

„Ég hef logið, ég hef svikið og ég hef skaðað annað fólk“

Í stuttu máli segir Birna í pistlinum að hún trúi ekki öllum þeim þolendum sem hafa stigið fram að undanförnu. „Ég kaupi ekki allan skítinn sem um ykkur er sagt á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. Ég gef ykkur „the benefit of the doubt“ og ég er ekki sú eina,“ segir Birna.

„Ég er kona. Ég veit hvernig það er að vera kona. Ég veit hvernig það er að fá óumbeðna athygli fá karlmönnum. Ég þekki alla þráhyggjuna sem fylgir því að vera hafnað af karlmanni, það hefur verið haldið framhjá mér og ég hef verið hunsuð eftir að hafa sofið hjá. Ég hef orðið fyrir ofbeldi og ég hef beitt ofbeldi. Ég hef barist við alkahólisma og átröskun. Þegar ég var sem veikust gerði ég ljóta hluti til að fá mínu framgengt. Ég hef logið, ég hef svikið og ég hef skaðað annað fólk. Ég er ekki þessi kona í dag, ég tel mig vera góða manneskju en er þó langt frá því að vera fullkomin.“

Segir mannkynið ekki vera betra og að samfélagið sé gallað

Miðað við skrif Birnu virðist hún gefa lítið fyrir þann orðróm sem hefur verið á lofti um Jón dansara undanfarið. „Ég er alls ekki eina konan þarna úti sem hefur logið, beitt andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi og komist upp með það. Ég hef viðurkennt það og mér var fyrirgefið, mér var hrósað, vegna þess að ég er kona. Ég hef horft upp á fyrirmyndar karlmenn, virkilega góða menn fara í gegnum hræðileg mál tálmunar, meinað umgengni að eigin börnum án nokkurs sannleika eða ástæðu en mæðurnar með allan réttinn,“ segir hún.

Þá er hún á því að kerfið sé gallað og að mannkynið og samfélagið sé ekki betra en svo að einstaklingar beiti ofbeldi, nauðgi eða fremji morð. „Konum er nauðgað og gerendur ganga lausir án refsingar, menn fremja morð án afleiðinga og ég gæti haldið endalaust áfram. Þetta kerfi okkar er augljóslega gallað en þetta samfélag sem við lifum og hrærumst í dag, er meingallað líka,“ segir hún.

„Því miður þá er mannkynið ekki betra en þetta. Við ljúgum og við sköðum aðra, oft án þess að gera okkur grein fyrir skaðanum sem við völdum öðru fólki. Við slúðrum og við ýkjum sögur hvert af fætur öðru. Með hverri manneskju sem tekur við slúðrinu og ber það áfram bætist við nýr kryddaður lygamoli sem ýkir sögusagnir og sagan endar auðvitað aldrei eins og hún er í raun.“

„Ekki dæma aðra og ekki slúðra“

Í lok pistilsins talar Birna mikið um lygar. „Samfélagið okkar er þannig í dag að ég gæti vaknað einn daginn og ákveðið að eyðileggja mannorð fyrrverandi kærasta míns á svipstundu… og mér myndi takast það. Ef einhver efast þennan „sannleika“ sem ég setti af stað út í kosmósinn, þá verður sá og hinn sami jarðaður af múgæsingi kvenna og karla sem hafa lent í svipaðari reynslu eða þekkja einhvern sem hefur lent í svipaðari reynslu,“ segir hún.

„Konur og karlar sem færa sinn eigin sannleika, sína eigin upplifun yfir á eitthvað mál sem er alls ekki þeirra eigið, alls ekki þeirra sannleikur, heldur lygi sem enginn trúir að nokkur myndi ljúga. Þær lygar sem við trúum ekki að einhver myndi voga sér að ljúga, það eru einmitt þær lygar sem fólk kemst upp með. Sannir lygarar vita þetta. Sannir lygarar kunna þetta. Ekki taka þá afstöðu að halda því fram að það sem þú lest í fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum sé heilagur sannleikur. Staldraðu við og taktu öllu með fyrirvara,“ segir hún. Þá vill hún meina að fréttamennska snúist um að fá bestu fréttina en ekki sannleikann.

Birna botnar svo pistilinn með því að segja fólki að vera viss áður en það tekur afstöðu eða dæmir. „Vertu því viss um að þú sért ekki að taka þátt í niðurbroti sem á ekki rétt á sér. Vertu viss um að þú sért ekki að styðja einstakling sem er að ýkja eða ljúga, einstakling sem gerir það að verkum að kærum hjá raunverulegum fórnarlömbum sé vísað frá. Ekki taka afstöðu – ef þú hefur bara heyrt eina hlið málsins. Ekki dæma aðra og ekki slúðra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Batnandi MÖNNUM OG KONUM er best að lifa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“