fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Einn vinsælasti taílenski veitingastaður landsins til sölu – Hádegishlaðborðið kom þeim í gegn um COVID

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 21. maí 2021 15:00

Systurnar Namfon og Siri. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakang thai, einn vinsælasti taílenski veitingastaður landsins, og hverfisbarinn Blásteinn eru til sölu en staðirnir eru báðir í Hraunbæ 102a í Reykjavík og í eigu sömu aðila. Bæði er mögulegt að kaupa aðeins reksturinn eða bæði reksturinn og húsnæðið.

Siri Siriprapaporn Teamsungnoen er einn af eigendunum. Hún er 32 ára, frá Taílandi en flutti hingað til lands fyrir tæpum 6 árum ásamt íslenskum eiginmanni sínum og fór að vinna á Rakang Thaí. Hún endaði síðan á því að verða eigandi og yfirkokkur staðarins, og flutti staðinn í Hraunbæinn þar sem hann er nú. Systir Siriar, Namfon, kom í framhaldinu til landsins til að aðstoða, saman sjá þær alfarið um eldamennskuna og eru rómaðar sem einir bestu asísku kokkar landsins.

„Það er búið að vera mjög gaman að koma þessum stað á flug og sjá hvernig hann er orðinn einn af vinsælustu asísku stöðunum í borginni,“ segir Siri. „Það er ekkert launungarmál að það hefur verið erfitt að vera með veitingarekstur á COVID tímum og fólk er orðið þreytt og áhugi okkar minnkað og þá er langbest fyrir alla að snúa sér að öðru og leyfa öðrum að sprikla í veitingageiranum,“ segir hún.

Óskað er eftir tilboðum en hún segir verðið klárlega mun lægra núna en fyrir COVID þar sem veltan sé um 50% lægri en áður. „Salan hefur tekið kipp undanfarnar vikur en þetta er ekkert eins og fyrir COVID. Ég tel að það muni taka árið að koma til baka,“ segir hún.

Spurð hvað hefur verið vinsælast hjá Rakang stendur ekki á svörum hjá Siri: „Pad Thai, Massman og rækjurnar okkar eru langvinsælustu réttirnir hér en einnig hafa vegan réttirnir vaxið mikið í sölu. Þá er alltaf fullt út úr dyrum í hádegishlaðborðunum okkar á virkum dögum og má segja að það sé það sem hafi hleypt okkur í gegnum þennan heimsfaraldur,“ segir hún.

Siri er ekki búin að skipuleggja hvað verður ef hún nær að selja fljótlega. „Vonandi get ég tekið smá frí í sumar, vonandi farið til Spánar en við hjá Rakang Thai erum dugleg að æfa box saman,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar