Georgino Wijnaldum mun um helgina leik sinn síðasta leik fyrir Liverpool nema eitthvað óvænt gerist, samningur hans er á enda og ekkert samkomulag er í höfn.
Viðræður um nýjan samning hafa ítrekað siglt í stand og hollenski miðjumaðurinn virðist á leið til Barcelona.
Wijnaldum hefur átt nokkur góð ár hjá Liverpool en hann vildi hærri laun sem félagið vildi ekki borga. „Við sjáum til hvað gerist og ræðum það á sunnudag, það er ekkert að segja núna,“ sagði Jurgen Klopp stjóri Liverpool.
Liverpool er komið í fjórða sæti deildarinnar og sigur gegn Crystal Palace ætti að tryggja Meistaradeildarsæti.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmaður er að renna út af samningi en hann hefur staðið sig frábærlega.“