Nú eru efni til að gleðjast þar sem frá og með þriðjudegi taka nýjar afléttingar sóttvarnaraðgerða gildi.
Fyrstu skref verða tekin í að aflétta grímuskyldu og verður hún frá þriðjudeginum aðeins í gildi á svæðum þar sem fólk er í merktum sætum eins og á tónleikum, leikhúsi, nuddi og klippingu. En ekki í Krónunni, eða verslunum almennt.
150 manns mega koma saman en allt að 300 á sitjandi viðburðum. Óbreyttur fjöldi verður í starfsemi sundlauga, líkamsræktarstöðva og á skíðasvæðum.
Tveggja metra reglan verður tekin úr gildi á veitingastöðum og fá þeir að hafa opið til miðnættis en verða að hætta að hleypa inn fólki 23:00.